Fréttir og tilkynningar: maí 2019

Brautskráning að vori 2019
Laugardaginn 25. maí voru 182 nemendur brautskráðir frá öllum brautum Borgarholtsskóla. Athöfnin fór fram í Silfurbergi í Hörpu.
Lesa meira
Þverfaglegur ratleikur
Farið er að huga að kennslu næsta skólaárs og nú á dögunum prufukeyrðu þrír kennarar með aðstoð þýsks aðstoðarkennara ratleik sem hugsanlega verður í námsáætlunum næsta skólaár.

Þýskuþraut og Þýskalandsfarar
Nemendur í Borgarholtsskóla stóðu sig vel í Þýskuþrautinni og í sumar er tveimur þeirra boðið á þriggja vikna þýskunámskeið í Þýskalandi þeim að kostnaðarlausu.

2020 er komið út
Tímaritið 2020 er komið út í 3. sinn en að útgáfu þess standa iðn- og starfsnámsskólar á Íslandi. Blaðinu verður dreift til allra nemenda í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla.

Landsliðsstyrkur afhentur
Miðvikudaginn 8. maí var tólf nemendum á afrekssviði afhentur landsliðsstyrkur. Þetta er í 10. sinn sem þessir styrkir eru veittir.
Lesa meira
Lokasýning nemenda í kvikmyndagerð
Laugardaginn 11. maí sýndu nemendur á lokaári í kvikmyndagerð myndir sínar í Bíó Paradís.
Lesa meira
Dimmisjón
Föstudaginn 10. maí fögnuðu væntanlegir útskriftarnemar, kvöddu starfsmenn og færðu þeim gjafir.

Lokasýning nemenda í grafískri hönnun
Lokasýning nemenda í grafískri hönnun var opnuð fimmtudaginn 9. maí í Borgarbókasafni, menningarhúsi Spöng. Sýningin verður opin til miðvikudagsins 15. maí.
Lesa meira
Túskildingsóperan
Nemendur á lokaári í leiklist frumsýndu Túskildingsóperuna mánudaginn 6. maí í IÐNÓ
Lesa meira
Verðlaunalið í nýsköpun
Tvö lið Borgarholtsskóla unnu til verðlauna á vörumessu Ungra frumkvöðla sem haldin var í Smáralind í byrjun apríl.
Lesa meiraHefur þú ábendingu um frétt?
Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.
Lesa meira