Fréttir og tilkynningar: mars 2017
Málstofa um kynjafræði
Fimmtudaginn 30. mars voru kynjafræðikennarar og nemendur þeirra með málþing í Borgarholtsskóla. Í lokin voru pallborðsumræður þar sem nemendur veltu fyrir sér spurningunni: "Af hverju kynjafræði?"

Nemendur á hönnunarsýningu
Nemendur í nýsköpun og frumkvöðlafræði fóru á sýningu um vöruhönnun á Kjarvalsstöðum.
Lesa meira
Arney Ósk á Bessastöðum
Verðlaunaafhending
vegna smásögukeppni Félags enskukennara á Íslandi var haldin á Bessastöðum 3.
mars 2017. Arney Ósk lenti í 2. sæti með söguna sína "5 7 10 12 13 15".

Nýtt skólablað
Nemendur í ENS3C05 gáfu í dag út skólablaðið Would You Like Fries With That? Í blaðinu er að finna viðtöl við nemendur, greinar um kosti og galla skólans, íþróttir, smásögur og margt fleira.
Lesa meiraAlþjóðlegi hamingjudagurinn
Nemendur veltu fyrir sér spurningunni: „Hvað veitir þér hamingju?" og uppistandarinn Bylgja Babýlons kom og ræddi við nemendur og starfsfólk í hádeginu.
Lesa meira
Glæsilegt ball
Glæsilegt ball var haldið í Hlöðunni við Gufunesbæ að kvöldi 16. mars. Skemmtunin var fyrir núverandi og fyrrverandi nemendur sérnámsbrautar BHS.
Lesa meira
Afreksfólk í frjálsum íþróttum
Helgina 25.-26. febrúar fór fram Meistaramót Íslands 15-22 ára í frjálsum íþróttum. Helga Þóra Sigurjónsdóttir og Styrmir Dan Hansen Steinunnarson náðu sér í Íslandsmeistaratitil og Kolbeinn Tómas Jónsson varð fjórfaldur Íslandsmeistari.
Lesa meiraFramhaldsskólakynning og Íslandsmót
Dagana 16.-18. mars fer fram Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning í Laugardalshöll.

2020 komið út
Blaðið 2020 er gefið út af öllum iðn- og verkmenntaskólum á Íslandi. Skólarnir 13 koma allir að gerð blaðsins og er markmiðið með útgáfunni að veita innsýn í starf skólanna, sem eru eins ólíkir og þeir eru margir.
Lesa meira
Vinnustaðanám erlendis
Um þessar mundir eru þrír nemendur félagsmála- og tómstundabrautar í vinnustaðanámi erlendis og verða það í fjórar vikur. Tveir nemendur eru í Portúgal og einn í Danmörku.
Lesa meira
Mín framtíð
Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning fer fram í Laugardalshöll dagana 16.-18. mars.
Lesa meiraJafnréttisdagur
Jafnréttisdagur BHS er haldinn 8. mars sem er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Spurningunni "Hvað er jafnrétti til náms?" var velt upp og Ólafur Sveinn Jóhannesson kom og kynnti #kvennastarf.
Lesa meiraGóður árangur í stærðfræðikeppni
Valgeir Sigurðsson tók þátt í lokakeppni Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema og var í framhaldinu boðið að taka þátt í norrænu keppninni.
Lesa meira
Tónleikar hjá leiklistarnemum
Nemendur í framhaldsáföngum í leiklist luku söngnámskeiði með tónleikum föstudaginn 3. mars.
Lesa meiraNemendur í sálfræði heimsækja London
Kennarar í sálfræði leggja á hverju ári land undir fót og heimsækja stórborgina London ásamt nemendum sínum.
Lesa meiraOpið hús
Fimmtudaginn 2. mars var opið hús í Borgarholtsskóla, þar sem námsframboð og félagslíf var kynnt.

Borgarholtsskóli sigraði í Lífshlaupinu
Nemendur og starfsfólk Borgarholtsskóla snéru bökum saman í Lífshlaupinu og unnu keppnina í sínum flokki.
Lesa meiraHefur þú ábendingu um frétt?
Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.
Lesa meira