Fréttir og tilkynningar: október 2016

Aukinn kraftur settur í íþróttir og lýðheilsu
Gengið hefur verið frá því af hálfu menntamálaráðherra að Borgarholtsskóli fái aukið fjármagn næstu fimm árin til að byggja áfram upp og þróa starfsemi á sviði íþrótta og lýðheilsu.
Lesa meiraLýðræðisfundur
Fimmtudaginn 27. október var haldinn lýðræðisfundur með nemendum. Umræða fór fram á 11 borðum og voru rúmlega 10 nemendur á hverju borði.
Lesa meiraEvrópskir gestir í heimsókn
Miðvikudaginn 26. október komu fulltrúar frá 9 Evrópulöndum til að skoðaí Borgarholtsskóla. Þessi heimsókn var í tenglsum við ráðstefnu um þróun sérkennslu.
Afmælisfagnaður
Fimmtudaginn 13. október var haldinn afmælisfagnaður í tilefni 20 ára afmælis Borgarholtsskóla. Opið hús var í skólanum og samkoma á sal. Fjöldi gesta mættu, þar á meðal forseti Íslands og mennta- og menningarmálaráðherra.
Lesa meira
Nemendur í BHS tóku þátt í RIFF
Nemendur í kvikmyndanámi á listnámsbraut tóku þátt í RIFF sem nú er nýlokið. Þátttaka þeirra fólst í því að taka upp og klippa stutt innslög um hátíðina og taka upp og streyma Masterclassa.
Lesa meira
Bryndís í 1. sæti
Bryndís Bolladóttir nemandi af náttúrufræðibraut og afreksíþróttasviði
varð í 1. sæti í smásagnasamkeppni sem Kennarasamband Íslands í
samstarfi við Heimili og skóla, stóð fyrir.
"Vertu framúrskarandi!"
Miðvikudaginn 5. október kom Anna Guðrún Steinsen markþjálfi og hélt fyrirlestur fyrir foreldra og forráðamenn. Mjög góð mæting var þrátt fyrir vont veður.
Lesa meiraLeiklistin blómstrar
Sameiginlegt sýningarkvöld leiklistarkjörsviðs var haldið þriðjudaginn 11. október.
Lesa meira
Góðir gestir í heimsókn
20.-30. september heimsóttu skólann nemendur og kennarar frá Litháen, Kanaríeyjum og Tyrklandi. Ástæðan var Erasmus+ verkefnið WOYPOC Iceland, sem skólinn er þátttakandi í.
Lesa meira
Þátttakendur InSTEM í heimsókn
Dagana 18. - 24. sept.
s.l. komu nemendur og kennarar frá Lúxemborg, Tyrklandi, Ítalíu og Litháen á
vegum Erasmus+ verkefnisins InSTEM. Yfirskrift heimsóknarinnar var Græn orka.
Nýr skólasöngur
Í dag 4. október voru úrslit kynnt í samkeppni um skólasöng. Anton Már Gylfason kennslustjóri bóknáms bar sigur úr býtum með frumsamið lag og texta, sem heitir Á Borgarholtinu.
Lesa meiraHeilsudagur
Heilsudagur var haldinn í dag, 4. október í Borgarholtsskóla. Kennsla var brotin upp hluta úr degi og á þeim tíma var boðið upp á fjölbreyttar stöðvar sem allar miðuðu að því að rækta líkama og sál.
Lesa meira
Afmælisfagnaður
20 ára afmælisfagnaður verður í Borgarholtsskóla fimmtudaginn 13. október n.k. kl. 14:00 - 16:00. Allir velunnarar skólans og aðrir áhugasamir eru velkomnir í afmælið.
Lesa meiraHefur þú ábendingu um frétt?
Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.
Lesa meira