Fréttir og tilkynningar: mars 2016
Kveðjuhóf Bryndísar skólameistara
Í dag fimmtudaginn 31. mars 2016 er síðasti vinnudagur Bryndísar Sigurjónsdóttur skólameistara.
Af því tilefni söfnuðust starfsfólk og nemendur saman í sal skólans og héldu henni kveðjuhóf.

Nýr málningarhermir
Bryndís Sigurjónsdóttir og Ingi Bogi Bogason vígðu á dögunum málningarhermi sem nýtist við nám og kennslu í bílamálun.
Lesa meira
Afmæli
Í dag 17. mars er Bryndís Sigurjónsdóttir, skólameistari Borgarholtsskóla, sjötug. Við Borghyltingar óskum henni innilega til hamingju með daginn.
Lesa meira
Vinaball
Nemendur starfsbrauta á höfuðborgarsvæðinu hittust á vinaballi í Borgarholtsskóla í gærkvöldi, miðvikudaginn 16. mars.
Verðlaun afhent í stærðfræðikeppni
Á fimmtudaginn voru afhent verðlaun fyrir bestan árangur í stærðfræðikeppni grunnskólanna. Voru afhentar viðurkenningar fyrir tíu efstu sæti í 8., 9. og 10. bekk.
Lesa meiraSjálfbærni
Dagurinn í dag var tileinkaður sjálfbærni í Borgarholtsskóla. Allir nemendur unnu verkefni sem með einum eða öðrum hætti tengdust sjálfbærni sem er eins og kunnugt er ein af grunnstoðum menntunar á Íslandi.
Lesa meira
Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur
Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur var haldin í Borgarholtsskóla föstudaginn 11. mars. Alls tóku 169 nemendur þátt.
Lesa meiraJafnréttisdagur
Jafnréttisdagur Borgarholtsskóla var haldinn 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Sigríður Sigurjónsdóttir hélt fyrirlestur um hrelliklám og sexting.

Leiklistarnemar í London
Nemendur í framhaldsleiklistaráföngum skólans fóru í menningarreisu til London dagana 3. - 6. mars.

Verðlaunaafhending
Föstudaginn 4. mars tók Kristján Örn Kristjánsson á móti 1. verðlaunum í smásagnakeppni sem Félag enskukennara á Íslandi stóðu fyrir.
Opið hús
Opið hús var í skólanum fimmtudaginn 3. mars. Þar var námsframboð og starfsemi skólans kynnt.
Kynning frá dönskum skóla
Fimmtudaginn 3. mars kom Sigurður Blöndal og var að kynna Erhversakademi Sydvest, sem er viðskipta- og tækniskóli í Esbjerg í Danmörku.

Sandra Sif kom heim með fjölmörg verðlaun og setti Íslandsmet
Sandra Sif nemandi á listnámsbraut tók þátt í Malmø Open European Parasport Games sem fram fór í febrúar. Hún kom heim með fjölmörg verðlaun og eitt Íslandsmet.
Hefur þú ábendingu um frétt?
Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.
Lesa meira