Fréttir og tilkynningar: nóvember 2014

Viðurkenning fyrir enskar smásögur
Í dag veittu kennarar í ensku verðlaun í smásagnasamkeppni. Sex nemendur fengu verðlaun fyrir sínar sögur og munu þrjár þeirra fara áfram í keppnina sem Félag enskukennara á Íslandi stendur fyrir.
Reipitog
Dagana 24.-28 nóvember stendur íþróttanefnd nemendafélagsins fyrir íþróttaviku og var af því tilefni skorað á kennara í reipitogi. Sú keppni fór fram í hádeginu.

Ríkisútvarpið heimsótt
Nemendur af listnámsbraut fóru í heimsókn í Ríkisútvarpið í gær. Húsakynnin voru skoðuð og fengin var kynning á starfsemi stofnunarinnar.

Sigurvegarar í paintball
Lið Borgarholtsskóla sigraði í paintballkeppni framhaldsskólanna sem fór fram um síðustu helgi.
Hefur þú ábendingu um frétt?
Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.
Lesa meira