Fréttir og tilkynningar: nóvember 2013

Bílgreinaráð stofnað
Bílgreinaráð var stofnað í Borgarholtsskóla í gær. Því er ætlað að vera vettvangur Bílgreinasambandsins, IÐUNNAR fræðsluseturs, Félags iðn- og tæknigreina og Borgarholtsskóla um þróun náms og kennslu á framhaldsskólastigi í bílgreinum.

Viðurkenning fyrir enskar smásögur
Í gær veittu enskudeildin og Penninn/Eymundsson nokkrum nemendum viðurkenningu fyrir smásögur á ensku sem þeir sendu inn í smásagnasamkeppni á vegum FEKI (Félags enskukennara á Íslandi).

Fyrirmyndarverkefni eTwinning
Á föstudaginn var hlaut Borgarholtsskóli landsverðlaun eTwinning fyrir verkefnið QED-online. Jóhanna Eggertsdóttir leiddi verkefnið fyrir hönd skólans.
Lesa meiraDagur íslenskrar tungu
Í dag var dagskrá í fyrirlestrarsal skólans Í tilefni af degi íslenskrar tungu. Nemendur, fyrrverandi og núverandi voru í aðalhlutverkum.
Lesa meira
Vinaleikur
Í þessari viku stendur yfir leynivinaleikur á meðal starfsfólks í Borgarholtsskóla.
Geðorð á verðskulduðum stalli
Nú er búið að kynna öll geðorðin 10 og til að vekja enn frekari athygli á þeim var ákveðið að hafa þau sýnileg áfram.

Lýðræðisfundur
Nemendur BHS vilja að dregið sé úr vinnuálagi síðustu vikur fyrir próf og þeir vilja líka að kennslustundir séu 60 mínútna langar. Þetta eru helstu niðurstöður úr verkefninu Lýðræði í verki sem nemendur hafa tekið þátt í á þessu ári.
Lesa meira
Jón Gnarr í heimsókn
Bækur Jóns Indjáninn og Sjóræninginn eru lesnar í íslensku og af því tilefni var Jón fenginn í heimsókn.

Tveir nemendur í æfingahóp U18 í handbolta.
Hulda Dagsdóttir og Kristján Kristjánsson voru valin í æfingahóp landsliðs leikmanna yngri en 18 ára í handbolta.

Borghyltingar gefa út bækur
Núverandi kennari og fyrrverandi nemandi eru að gefa út bækur núna fyrir jólin.
Hefur þú ábendingu um frétt?
Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.
Lesa meira