Fréttir og tilkynningar: janúar 2013

Fáðu já!
Stuttmyndin Fáðu já! var sýnd í sal skólans í morgun. Myndinni er meðal annars ætlað að skýra mörkin milli kynlífs og ofbeldis.

Leikfélag BHS sýnir GRIMMD
Leikritið er byggt á þremur hryllilegum Grimmsævintýrum. Frumsýning 8. febrúar kl. 20:00 í Tjarnarbíói. Miðasala á midi.is.
Lesa meira
Verðlaun fyrir smásögur á ensku
Sex nemendur fengu viðurkenningu fyrir sögur sem þeir sendu inn í smásagnasamkeppni á vegum Félags enskukennara.

Kaffihúsakvöld miðvikud. 30. janúar
Salur skólans breytist í vinalegt kaffihús milli kl. 20-22. Fjölbreytt skemmtiatriði og glæsilegir happdrættisvinningar.
Lesa meira
Söngkeppni Borgó 2013
Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir sigraði Söngkeppni Borgó 2013 með laginu I know where I've been.

Sigur á VA í Gettu betur
Borgarholtsskóli er kominn í 8 liða úrslit í sjónvarpi eftir 25-9 sigur gegn Verkmenntaskóla Austurlands.

Annar sigur í MORFÍs
Borgarholtsskóli vann Fjölbrautaskólann í Garðabæ í mælsku- og rökræðukeppninni á mánudag.

Frönsk kvikmyndahátíð
Haldin í Háskólabíói dagana 11.-24. janúar. Nemendur í framhaldsskóla fá miða á 700 kr. við framvísun skólaskírteinis.

Söngkeppni Nemendafélagsins 2013
Söngkeppni Borgó í Kaldalónssal Hörpunnar 16. janúar kl. 20:00. Það er enn hægt að skrá sig í keppnina og kaupa aðgöngumiða.
Hefur þú ábendingu um frétt?
Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.
Lesa meira