Fréttir og tilkynningar: 2013
Útskriftarhátíð í desember 2013
Í dag var brautskráning nema í Borgarholtsskóla. 126 nemendur voru brautskráðir að þessu sinni.

Afreksnemendur í æfingahópa
Fimm nemendur voru nýlega valdir í æfingahópa landsliða, annars vegar í u20 ára í handbolta og hins vegar í u19 ára í knatspyrnu.
Lesa meiraGull fyrir hreyfingu
Samkvæmt mati Landlæknisembættisins fær skólinn gull fyrir hreyfingu þegar kemur að heilsueflingu.

Vefur skólans kom vel út
Lesa meira

Bílgreinaráð stofnað
Bílgreinaráð var stofnað í Borgarholtsskóla í gær. Því er ætlað að vera vettvangur Bílgreinasambandsins, IÐUNNAR fræðsluseturs, Félags iðn- og tæknigreina og Borgarholtsskóla um þróun náms og kennslu á framhaldsskólastigi í bílgreinum.

Viðurkenning fyrir enskar smásögur
Í gær veittu enskudeildin og Penninn/Eymundsson nokkrum nemendum viðurkenningu fyrir smásögur á ensku sem þeir sendu inn í smásagnasamkeppni á vegum FEKI (Félags enskukennara á Íslandi).

Fyrirmyndarverkefni eTwinning
Á föstudaginn var hlaut Borgarholtsskóli landsverðlaun eTwinning fyrir verkefnið QED-online. Jóhanna Eggertsdóttir leiddi verkefnið fyrir hönd skólans.
Lesa meiraDagur íslenskrar tungu
Í dag var dagskrá í fyrirlestrarsal skólans Í tilefni af degi íslenskrar tungu. Nemendur, fyrrverandi og núverandi voru í aðalhlutverkum.
Lesa meira
Vinaleikur
Í þessari viku stendur yfir leynivinaleikur á meðal starfsfólks í Borgarholtsskóla.
Geðorð á verðskulduðum stalli
Nú er búið að kynna öll geðorðin 10 og til að vekja enn frekari athygli á þeim var ákveðið að hafa þau sýnileg áfram.

Lýðræðisfundur
Nemendur BHS vilja að dregið sé úr vinnuálagi síðustu vikur fyrir próf og þeir vilja líka að kennslustundir séu 60 mínútna langar. Þetta eru helstu niðurstöður úr verkefninu Lýðræði í verki sem nemendur hafa tekið þátt í á þessu ári.
Lesa meira
Jón Gnarr í heimsókn
Bækur Jóns Indjáninn og Sjóræninginn eru lesnar í íslensku og af því tilefni var Jón fenginn í heimsókn.

Tveir nemendur í æfingahóp U18 í handbolta.
Hulda Dagsdóttir og Kristján Kristjánsson voru valin í æfingahóp landsliðs leikmanna yngri en 18 ára í handbolta.

Borghyltingar gefa út bækur
Núverandi kennari og fyrrverandi nemandi eru að gefa út bækur núna fyrir jólin.

Unnum lífshlaupið
Úrslit í lífshlaupinu liggja nú fyrir og var það Borgarholtsskóli og Fjölbrautaskólinn í Ármúla sem deildu 1. sætinu.

Ljóðamaraþon
Í dag tóku nemendur í Borgarholtsskóla þátt í Ljóðamaraþoni Borgarbókasafnsins sem haldið var í Foldasafni í tilefni Lestrarhátíðar í Reykjavík.
Tónlist á sérnámsbraut
Um þessar mundir er nemi hjá skólanum í æfingakennslu og kennir hún tónlist með leiklistarívafi. Í dag voru nokkrar myndir teknar þar sem kennsla fór fram á sérnámsbraut.
Nemendur í skiptinám
Sex nemendur af listnámsbraut eru að fara í skiptinám til Finnlands og Eistlands.
Geðheilbrigðis- og heilsudagur
Geðheilbrigðis- og heilsudagur var í Borgarholtsskóla í dag. Tekið var sérstaklega á móti nemendum í morgun og síðan var skólastarf brotið upp kl. 11.20-12.20.
Lesa meiraForseti Íslands í heimsókn
Í tilefni forvarnardagsins komu forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson og eiginkona hans Dorrit Moussaieff í heimsókn í dag.
Íþróttaáfangar í boði á vorönn 2014
Lesa meira

Geðheilbrigðis- og heilsudagur
Geðheilbrigðis- og heilsudagur verður haldinn 10. okt. Þann dag verður hefðbundið skólastarf brotið upp kl. 11.20-12.20.
Smásagnakeppni fyrir framhaldsskóla
Lesa meira

Fréttabréf Borgarholtsskóla komið út
Fréttabréf ætlað foreldrum/forráðamönnum er komið út. Þar má lesa ýmislegt um skólastarfið á önninni. Sérstök áhersla er lögð á atriði sem snerta nýnema.
Lesa meira

Frábær rafting-ferð í Hvítá!
Hópur nýnema af afreksíþróttasviði fór í ferð á föstudaginn var. Farið var í rafting í Hvítá og borðaður góður matur.

Uppgangur hjá afreksnemendum
Nemendur á afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla eru að gera það gott um þessar mundir og voru fimm einstaklingar valdir í U17 ára landsliðið í knattspyrnu.

Korpúlfar taka til hendinni
Félagsmenn komu í dag og tíndu upp rusl í kringum Borgarholtsskóla.
Egmont skólinn í heimsókn
Nemendur og starfsfólk Egmont voru í heimsókn í þessari viku. Egmont skólinn er þekktur fyrir stefnu sína og aðferðir.

Nemendur láta gott af sér leiða
Hópur í lífsleikni safnaði peningum til að kosta skólagöngu stúlku.
Nýir fyrirlestrarsalir
Tveimur kennslustofum var breytt í fyrirlestrarsali, sem hægt er að opna á milli. Þannig tekur salurinn um 120 manns í sæti.

Nemandi BHS fær viðurkenningu í eðlisfræði
Fyrir skömmu fóru ólympíuleikarnir í eðlisfræði fram í Kaupmannahöfn. Einn liðsmanna íslensku sveitarinnar var Pétur Rafn Bryde en hann keppir sem nemandi Borgarholtsskóla.
Lesa meiraInnritun lokið í dagskóla
Nú er innritun í dagskólafyrir haustönn 2013 lokið. Enn er hægt að sækja um nám á námsbrautum sem kenndar eru í dreifnámi.
Lesa meira
Samvinna og sýning listnema á Sólheimum
Tuttugu og sex listnámsnemendur og kennarar frá fjórum löndum munu dvelja í vinnubúðum á Sólheimum í Grímsnesi.
Lesa meira
Samstarf BHS og grunnskóla
Samstarf Borgarholtsskóla við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu á sviði starfsmenntunar hefur vakið athygli.
Lesa meiraSkortur á nemum í verknám
Útvarpsþátturinn Í bítið hefur að undanförnu fjallað nokkuð um þann skort sem er á nemendum í verknám á Íslandi.
Lesa meira
Útskriftarhátíð í maí 2013
Útskriftarhátíð Borgarholtsskóla var haldin 18. maí og lauk þar með 17. starfsári skólans.
Lesa meira
Davíð kenndi starfsfólki golf
Starfsfólk Borgarholtsskóla skellti sér á golfnámskeið í síðustu viku í sól en smá roki á golfvelli Kjalar í Mosfellsbæ.
Lesa meira
Afrekshandboltakrakkar glorhungraðir í Frakklandi
Nemendur af afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla æfa nú og keppa í Frakklandi.
Lesa meiraKennarar í málmiðngreinum á faraldsfæti
Kennarar í málmiðngreinum heimsóttu höfuðstöðvar Ístaks.

Bílamessa BHS
Tæknidagar bílgreina („Bílamessa BHS“) verða haldnir á morgun og á laugardag í bílaskála BHS.
Lesa meira
Vöfflukaffi í málmdeild
Aðalsteinn kennslustjóri bauð væntanlegum útskriftarnemum í málmi til vöfflukaffis.
Lesa meira
Frábært framtak hjá nemendum
Lífsleiknihópur safnaði hátt í 40 þúsund krónum fyrir skólagöngu Ninu Afzal í Pakistan.

Útskriftarsýning listnámsnema
Útskriftarsýning nemenda á listnámsbraut verður opnuð formlega á Korpúlfsstöðum föstudaginn 26. apríl kl. 18.
Lesa meira
Menningarmót í lífsleikni
Í síðasta lífsleiknitíma annarinnar komu nemendur með eitthvað sem þeim er kært og langaði til að sýna.

Mafían er komin út
Nemendafélagið hefur gefið út nýtt tölublað af Mafíunni, skólablaði Borgarholtsskóla 2012-2013.

Söngkeppni framhaldsskólanna 2013
Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir flytur lagið I know where I've been á Akureyri um helgina.
Lesa meira
Lýðræðislegur skólafundur
Nemendur lögðu fram gagnlegar tillögur um það sem betur mætti fara í skólastarfinu.
Lesa meira
Frá hugmynd til veruleika
Frumkvöðlanámskeiði hjá kennurum lauk með samkeppni um bestu nýsköpunarhugmyndina.
Lesa meira
Myndir úr heilsu- og góðgerðahlaupi
Rúmlega 400 manns tóku þátt í hlaupinu 10. apríl. Enn er hægt að leggja inn á reikning til styrktar barnaskóla í Pakistan.
Lesa meira
Jaranwala skólinn í Pakistan
Höldum áfram að styrkja barnaskólann. Húsnæði skólans var byggt í tilefni af 10 ára afmæli Borgarholtsskóla.

Hlaupið til styrktar skóla í Pakistan
Borgarholtsskóli stendur fyrir heilsu- og góðgerðahlaupi miðvikudaginn 10. apríl kl. 11:20.

Parkour myndband
Nokkrir strákar í Borgarholtsskóla æfa parkour stökk af fullum krafti. Þeir sendu okkur glæfralegt en skemmtilegt myndband.

Búningakeppni
Starfsmannafélagið stóð fyrir búningakeppni milli deilda skólans í gær og setti það skemmtilegan svip á daginn.
Lesa meira
Vann landskeppni í eðlisfræði
„Snýst um að skilja eðli hlutanna“ segir Pétur Rafn Bryde, nemandi Borgarholtsskóla.

Handboltahópur á leið til Frakklands
Nemendur á afreksíþróttasviði í handbolta fara til Nantes í vor til að æfa og sjá úrslitaleikinn í EHF Cup.
Lesa meiraÚrslit í stærðfræðikeppni
Tíu efstu í 10. bekk fengu gjafabréf fyrir skólagjöldum á haustönn. Einnig voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum árgangi.
Lesa meira„Hef bætt tækni og leikskilning“
Nemendur á afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla eru ánægðir með námsmöguleika skólans.
Lesa meira
Kennarar á nýsköpunarnámskeiði
Hópur kennara úr Borgarholtsskóla heimsótti FabLab smiðju í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki.

Fréttabréf Borgarholtsskóla komið út
Fréttabréf ætlað foreldrum er komið út. Sérstök áhersla er lögð á atriði sem snerta nýnema.
Lesa meira
Stærðfræðikeppni grunnskólanema
Keppni fyrir nemendur í Grafarvogi og nágrenni verður haldin í Borgarholtsskóla föstudaginn 8. mars kl. 13.30.
Lesa meiraOpið hús 7. mars
Fimmtudaginn 7. mars er opið hús í skólanum kl. 17:00 til 19:00. Kynnt er námsframboð. inntökuskilyrði, húsnæði, félagslíf o.fl.

Listasmiðir í skólanum
Starfsfólk Borgarholtsskóla er fjölhæft. Á skóhlífadögum vöktu kajakar athygli þeirra sem fóru um anddyri skólans.
Lesa meira
Glæsiballið tókst glæsilega!
Öll umgjörð og framkvæmd glæsiballsins var til fyrirmyndar og eiga nemendur hrós skilið fyrir það hvernig tókst til.
Lesa meira
Valáfangar í íþróttum
Íþróttakennarar hafa gert skemmtilegt myndband um áfanga sem verða í boði á næstu önn.
Lesa meira
Naumt tap í Gettu betur
Lið Borgarholtsskóla tapaði naumlega 27-25 gegn liðsmönnum Menntaskólans við Hamrahlíð í 8 liða úrslitum.
Lesa meira
Toyota gefur dísilvél
Bíladeild fékk afhenta nýja 8 strokka dísilvél sem notuð verður við kennslu í bifvélavirkjun.

Fáðu já!
Stuttmyndin Fáðu já! var sýnd í sal skólans í morgun. Myndinni er meðal annars ætlað að skýra mörkin milli kynlífs og ofbeldis.

Leikfélag BHS sýnir GRIMMD
Leikritið er byggt á þremur hryllilegum Grimmsævintýrum. Frumsýning 8. febrúar kl. 20:00 í Tjarnarbíói. Miðasala á midi.is.
Lesa meira
Verðlaun fyrir smásögur á ensku
Sex nemendur fengu viðurkenningu fyrir sögur sem þeir sendu inn í smásagnasamkeppni á vegum Félags enskukennara.

Kaffihúsakvöld miðvikud. 30. janúar
Salur skólans breytist í vinalegt kaffihús milli kl. 20-22. Fjölbreytt skemmtiatriði og glæsilegir happdrættisvinningar.
Lesa meira
Söngkeppni Borgó 2013
Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir sigraði Söngkeppni Borgó 2013 með laginu I know where I've been.

Sigur á VA í Gettu betur
Borgarholtsskóli er kominn í 8 liða úrslit í sjónvarpi eftir 25-9 sigur gegn Verkmenntaskóla Austurlands.

Annar sigur í MORFÍs
Borgarholtsskóli vann Fjölbrautaskólann í Garðabæ í mælsku- og rökræðukeppninni á mánudag.

Frönsk kvikmyndahátíð
Haldin í Háskólabíói dagana 11.-24. janúar. Nemendur í framhaldsskóla fá miða á 700 kr. við framvísun skólaskírteinis.

Söngkeppni Nemendafélagsins 2013
Söngkeppni Borgó í Kaldalónssal Hörpunnar 16. janúar kl. 20:00. Það er enn hægt að skrá sig í keppnina og kaupa aðgöngumiða.
Hefur þú ábendingu um frétt?
Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.
Lesa meira