Fréttir og tilkynningar: 2012

Útskriftarhátíð í desember 2012
Útskriftarhátíð haustannar var haldin 20. desember. Að þessu sinni brautskráðust 95 nemendur frá skólanum.
Lesa meira
Öflugir handboltanemendur
Björgvin Páll og Sunna af afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla hafa verið valin í úrtakshóp fyrir U17 ára landslið drengja og stúlkna.

Dreifnám Borgarholtsskóla 10 ára
Í gær fagnaði dreifnám Borgarholtsskóla 10 ára afmæli. Dreifnámið hefur gert sig gildandi í íslensku skólasamfélagi.
Lesa meira
Útvarpsleikhús Borgarholtsskóla
Borgarholtsskóli á stóran þátt í útvarpsdagskrá Rásar1 um og yfir jólin með flutningi tveggja leikrita. Fylgist með frá byrjun.

Menntamálaráðherra í heimsókn
Í síðustu viku heimsótti Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra nemendur í stjórnmálafræði.

Nýjar endurvinnslutunnur
Flokkunartunnum fyrir sorp á völdum stöðum í húsnæðinu er ætlað að bæta endurvinnslu í Borgarholtsskóla.
Lesa meira
Viðurkenning fyrir jafnréttisfræðslu
Nemendur í KYN103 birta greinar í femínísku vefriti og Hanna Björg kennari þeirra er heiðruð fyrir framlag sitt í baráttunni.
Lesa meira
Útvarpsleikrit
Leiklistarnemendur hafa samið þrjú útvarpsleikrit. Verkin voru tekin upp hjá RÚV og flutt í unglingaþættinum Hvað er málið?
Lesa meira
Dagur íslenskrar tungu
Núverandi og fyrrverandi nemendur komu fram í sal skólans á Degi íslenskrar tungu.

English Tea Party
Enskudeildin stóð fyrir teboði í síðustu viku. Starfsfólki skólans var boðið upp á fjölbreyttar gerðir af ensku tei og bakkelsi.
Lesa meira
Stærðfræðikeppni framhaldsskóla
Forkeppni Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema fór fram 9. október. Lokakeppnin verður í mars 2013.
Lesa meira
Skýrsla um innra mat 2011-2012
Skýrsla um innra mat í Borgarholtsskóla er komin út. Þar má sjá niðurstöður úr viðhorfskönnun meðal nemenda og starfsfólks.
Íslandsmótið í málmsuðu 2012
Mótið var haldið í Borgarholtsskóla 10. nóvember. Keppt var í sex suðuaðferðum til Íslandsmeistara.
Lesa meira
Blóðþrýstings- og fitumæling
Hefur þú farið í blóðþrýstings- eða fitumælingu? Boðið verður upp á ókeypis mælingu fyrir nemendur og starfsfólk skólans.

Sigur í Morfís ræðukeppni
Borgarholtsskóli vann Kvennaskólann og Júlíana var stigahæsti ræðumaður kvöldsins en okkar lið var eingöngu skipað konum.

Mannleg spor - ljósmyndasýning
Magni Þór Pétursson, Orri Einarsson, Jón Bragi Jakobsson og Þorri Arnarsson eiga verk á sýningu í Helsinki.
Viðhorfskönnun meðal nemenda
Í október var lögð könnun fyrir alla nýnema og úrtak nema á 3. og 4. ári. Hér er hægt að skoða helstu niðurstöður.

Þáttur um nauðgunarlyf
Sölvi Tryggvason sýnir þátt um nauðgunarlyf í stofu 103 í hádegishléinu á morgun kl. 12:40.
Lesa meira
Lestrarmaraþon
Nemendur úr Borgarholtsskóla lesa upp í Foldasafni, Grafarvogskirkju, föstudaginn 26. október kl. 9-11.
Grunnskólanemar læra á málmbraut
Nokkrir 10. bekkjar nemar í nágrannaskólum okkar eru í valfagi við málmbraut Borgarholtsskóla.

Train for Europe - Reloaded
Kennarar í málminum taka þátt í Evrópuverkefni um smíði járnbrautalestar.
Fréttabréf Borgarholtsskóla komið út
Fréttabréf ætlað foreldrum er komið út. Sérstök áhersla er lögð á atriði sem snerta nýnema.
Lesa meira
Bókmenntaverðlaun
Dagur Hjartarson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Þar sem vindarnir hvílast.
Leonardo Tia verkefni
Agnes, Inga og Vigdís Erla af listnámsbraut stunda keramiknám í framhaldsskóla á Gubbio á Ítalíu.
Lesa meira
Humyndasamkeppni framhaldsskólanema
Keppendur gera sem mest virði úr einföldum hlutum, taka hugmyndina upp á myndband og keppa um vegleg verðlaun.
Lesa meira
Þýska og tónlist
Félagar úr hljómsveitinni Kommando Elektrolyrik voru með tónlistarvinnustofu fyrir nemendur í þýsku.

Heilsudagur fimmtud. 4. október
Fjölbreyttir hreyfingartímar kl. 11:20-12:20. Það er skyldumæting. Skráning í matsal í hádeginu 1. og 2. október.
Lesa meira
Lífshlaupið 2012
Framhaldsskólakeppni í hreyfingu dagana 3.-16. október. Allir nemendur og starfsmenn eru skráðir til leiks.
Lesa meira
Verkefni um næringu
Nemendur Kristveigar á listnámsbraut gerðu skemmtileg myndbönd um næringu og heilsu á vorönn.

Þýskur sendikennari
Wiebke Stein verður aðstoðarkennari við skólann fram á næsta vor. Þýskudeildin heldur áfram öflugu Evrópusamstarfi í vetur.

Busavígsla á haustönn 2012
Árleg busavígsla fór fram í Borgarholtsskóla í gær. Dagurinn endaði með vel heppnuðu busaballi.
Lesa meira
Heilsueflandi Borgarholtsskóli
Komin er út skýrsla um verkefnið á síðasta skólaári. Í vetur verður áherslan lögð á hreyfingu.
Lesa meira
Samstarf um félagslegan stuðning
Borgarholtsskóli tekur þátt í verkefni með Rauða krossi Íslands, ÍTR, Grafarvogskirkju og Miðgarði.
Lesa meira
Ferðalag nýnema
Lífsleikninemar fóru ásamt kennurum sínum í ferðalag um Krýsuvík og Grindavík síðastliðinn föstudag.
Lesa meira
Rappar um einelti
Gummzter eða Guðmundur Snorri Sigurðarson nemi í margmiðlunarhönnun hefur gefið út lag um einelti.

Nemendafélagið lætur vita af sér
Stjórn félagsins bauð upp á pitsusneið og gos í hádeginu. Framundan eru ýmsir atburðir í félagslífi nemenda.

Kennsla er hafin á haustönn
Innritaðir nemendur í skólanum eru 1459 eða 877 karlar og 582 konur. Nýnemar sem koma beint úr grunnskóla eru 227.
Lesa meira
Borghyltingur á Ólympíuleikum
Pétur Rafn Bryde vann til verðlauna á Ólympíuleikum í eðlisfræði í Eistlandi í sumar.
.jpg)
Sveinspróf í blikksmíði
Fimm nemendur þreyttu prófið að þessu sinni, þar af 4 útskriftarnemar úr Borgarholtsskóla.
Lesa meira
Iðnmeistari í bifreiðasmíði
Anna Kristín Guðnadóttir er fyrst kvenna á Íslandi til að ljúka meistaraprófi í bifreiðasmíði.
Lesa meira
Grafarvogsdagurinn 2. júní
Grafarvogsdagurinn verður haldinn laugardaginn 2. júní. Skoðið áhugaverða dagskrá.
Lokaverkefni í rennismíði
Svanhildur Gísladóttir og Sigurður Brynjarsson sem útskrifust á laugardag smíðuðu taflmenn í CNC stýrðum vélum.

Útskriftarhátíð vorið 2012
189 nemendur útskrifuðust frá Borgarholtsskóla úr bóknámi, iðnnámi, listnámi, sérnámi og þjónustugreinum.

Þrír nemendur á leið til Þýskalands
Auður Ósk Einarsdóttir, Daníel Freyr Swensson og Silja Karen Lindudóttir fara á sumarnámskeið í júní.
Lesa meiraVísindaferð hjá kennurum í málmi
Kennarar í málm- og véltæknigreinum fóru í vísindaferð á föstudaginn.

Bílamessa í Borgarholtsskóla
Bíladeild skólans var með vel heppnaða tæknidaga í lok vikunnar. Þar var boðið upp á stutt námskeið og kynningar af ýmsu tagi.

Ný stjórn hjá nemendafélagi
Nemendur í skólanum hafa kosið nýja stjórn fyrir Nemendafélag Borgarholtsskóla á næsta skólaári.

Jeppaferð
Nemendur í tómstundaáfanga á sérnámsbraut fóru í jeppaferð hjá Ferðaklúbbnum 4x4.
Lesa meira
Viðurkenning frá Lýðheilsustöð
Borgarholtsskóli hlaut í dag silfurviðurkenningu fyrir næringu í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli.

Útskriftarsýning listnámsnema
25 nemendur sýna útskriftarverk sín í Brimhúsinu við Reykjavíkurhöfn dagana 27.-29. apríl.

Dimmisjón
Nemendur sem eru að ljúka námi við skólann fagna tilvonandi útskrift í dag. Allir starfsmenn fengu gjöf í kveðjuskyni.

Söngleikjatími á sérnámsbraut
Nemendur á sérnámsbraut skemmtu sér vel í tíma hjá Guðlaugu Maríu og Theodóri um daginn.

Bókasafnsdagurinn 17. apríl 2012
Bókasafn Borgarholtsskóla tekur þátt í deginum sem ber yfirskriftina Lestur er bestur.
Lesa meira
Stærðfræðikeppni grunnskólanema
118 nemendur tóku þátt í stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanema sem var haldin í Borgarholtsskóla föstudaginn 23. mars.
Lesa meira
Ekki er allt gull sem glóir!
Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur heldur fyrirlestur um næringu og hreyfingu fimmtud. 12 apríl kl. 08:30 í sal skólans.
Lesa meira
Framúrskarandi árangur í eðlisfræði
Pétur Rafn Bryde varð í 4. sæti í lokaumferð eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna 2012.

Lokaball hjá nemendum
Nemendafélagið heldur ball á Nasa fimmtudaginn 29. mars kl. 22:00-02:00.
Lesa meira
TIA - Leonardo samstarfsverkefni
Samvinna við listnámsskóla í Eistlandi, Lettlandi og á Ítalíu.

Ferð til Grundartanga
Kennarar og nemendur í málmiðngreinum fóru í skoðunarferð um álver Norðuráls á Grundartanga.
Lesa meira
Parkour stuttmynd
Þrír strákar úr Borgarholtsskóla eru meðal leikenda í stuttmyndinni Leyndarmálið.
Lesa meira
Opið hús í Borgarholtsskóla
Góðir gestir heimsóttu skólann 14. mars til að kynna sér námið og félagslífið.
Lesa meiraJafnréttisdagur og klámvæðing
Hanna Björg félagsfræðikennari í viðtali vegna frásagnar stúlku af kynferðisofbeldi í sambandi.
Lesa meira
Heimsóttu Landhelgisgæsluna
Nemendur af sérnámsbraut heimsóttu Landhelgisgæsluna og skoðuðu bæði þyrlu og flugvél.
Lesa meira
Sálfræðinemar til London
Hópur sálfræðinema í Borgarholtsskóla fór með kennurum sínum í 5 daga námsferð til London.
Lesa meira
Íslandsmót iðn- og verkgreina 2012
Nemendur við Borgarholtsskóla stóðu sig mjög vel. 15 nemendur kepptu í bifreiðasmíði, bifvélavirkjun, bílamálun og málmsuðu.

Gettu betur
MH sigraði Borgó 19-14 eftir hörkukeppni í 8 liða sjónvarpsúrslitum spurningakeppni framhaldsskólanna.
Sendiherrar á ferðinni
Sendiherrar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra heimsóttu sérnámsbraut Borgarholtsskóla.
Lesa meira
Frábær árangur í eðlisfræðikeppni
10 nemendur frá Borgarholtsskóla tóku þátt í eðlisfræðikeppni framhaldsskóla. Pétur Rafn Bryde var í 6. sæti á landsvísu.

Íslandsmeistari fullorðinna í kata
Kristján Helgi Carrasco varð Íslandsmeistari um helgina.
Lesa meiraFréttabréf til foreldra
Fréttabréf ætlað foreldrum er komið út. Sérstök áhersla er lögð á atriði sem snerta nýnema.
Lesa meira
Fyrirlestrar um kynjafræðslu
Hanna Björg, Jón Karl og Steinunn Halla fjölluðu um mikilvægi kynjafræðslu í fyrirlestraferð um landið.
Lesa meira
Glæsiballið - myndir
Skoðið myndir frá glæsiballinu sem var haldið hátíðlegt í sal skólans í gær.

Skóhlífadagar
Boðið var upp á fjölbreytt námskeið og skoðunarferðir fyrir nemendur. Skoðið myndirnar.

Söngvakeppni Borgarholtsskóla
Arney Ingibjörg vann með lagið My Dreams Come True sem hún söng ásamt Bryndísi Gunnarsdóttur og Heru Jónsdóttur.
Lesa meira
Framhaldsskólakynning tókst vel
Fulltrúar þrettán framhaldsskóla kynntu starfsemi sína fyrir nemendum í 10. bekk og forráðamönnum þeirra.
Lesa meira
Kristmundur í úrslit söngvakeppni
Fyrrverandi nemandi Borgarholtsskóla er kominn í úrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Lesa meira
Framsæknir strákar
Alexander Hugi og Rúnar Smári sem eru nemendur í skólanum hafa sett upp vefsíðu fyrir nýja tónlist.

Kaffihúsakvöldið
Það var góð stemning í gærkvöldi þegar salur skólans breyttist í vinalegt kaffihús. Um 150 mættu á svæðið.

Þorragleði
Íslenskudeild skólans efndi til þorragleði í setustofu starfsfólks í fyrstu frímínútum dagsins.

Sigur í Gettu betur
Borgarholtsskóli er kominn í 8-liða sjónvarpsúrslit eftir góðan sigur á Verkmenntaskóla Austurlands.

Tveir nemendur valdir í A-landslið
Katrín Gylfadóttir og Þórdís María Aikman voru í vikunni valdar í æfingahóp A-landsliðs kvenna í knattspyrnu.
Lesa meira
Frönsk kvikmyndahátíð
Alliance Française og Sendiráð Frakklands standa fyrir franskri kvikmyndahátíð dagana 27. janúar til 9. febrúar.
Lesa meira
Morfís keppnin
Borgarholtsskóli er úr leik í mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla eftir tap gegn MH í 16 liða úrslitum.

Viðbótarnám fyrir félagsliða
17 nemendur hafa skráð sig í viðbótarnám fyrir félagsliða sem var undirbúið í samstarfi við Starfsmennt.
Kennsla hafin á vorönn
Um 1460 nemendur eru skráðir í skólann á vorönn 2012. Þeir stunda nám í dagskóla, dreifnámi, kvöldskóla og síðdegisnámi.
Lesa meira
Fjölhæfur útskriftarnemandi
Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson fékk hæstu einkunn á stúdentsprófi í desember.
Lesa meiraHefur þú ábendingu um frétt?
Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.
Lesa meira