Fréttir og tilkynningar: 2011

Karatemaður ársins
Kristján Helga Carrasco, nemandi á náttúrufræðibraut, er karatemaður ársins 2011.
Lesa meiraÚtskriftarhátíð Borgarholtsskóla
Útskriftarhátíð Borgarholtsskóla var haldin 17. desember. Að þessu sinni brautskráðust 124 nemendur frá skólanum.
Lesa meira
Kynjafræði vekur athygli
Grein Jóns Karls Einarssonar, nemanda í kynjafræði, hefur vakið mikla athygli á öldum ljósvakans undanfarna daga.

Hollt og gott
Nemendur á listnámsbraut hafa sett upp uppskriftavef í anda heildstæðrar heilsustefnu.

Fyndnasti maður Íslands
Daníel Geir lífsleiknikennari var valinn fyndnasti maður Íslands árið 2011.

Samstarf nemenda
Nemendur í þroskasálfræði á félagsliðabraut og nemendur á sérnámsbraut unnu að sameiginlegu verkefni.
Lesa meira
Morfís ræðukeppnin
Borgarholtsskóli sigraði Hraðbraut örugglega í 32 liða úrslitum. Júlíana Kristín var ræðumaður kvöldsins.
Lesa meira
Starfsnám fyrir listnámsnema
Óskað er eftir áhugasömum nemendum til að sækja starfsnám í Finnlandi, Eistlandi og Hollandi á vorönn.
Lesa meira
Dagur íslenskrar tungu
Möguleikhúsið sýndi leikritið Völuspá fyrir nemendur í íslensku 303 í tilefni dagsins.

Fór á Evrópuþing ungmenna
Dagur Jóhannsson fór til Brussel á þing ungmenna með sérþarfir.
Lesa meira
Heimsókn í Þjóðmenningarhús
Íslenskunemendur skoðuðu handritasýningu, fræddust um skinnhandrit og skoðuðu þjóðargersemar.

Myndband frá heilsueflingardegi
Listnámsnemendur tóku upp og klipptu saman þetta skemmtilega myndband frá heilsueflingardegi 4. október.

Myndasögusmiðja
Þýskunemendur og nemendur í listnámi nutu leiðsagnar Arne Bellstorf. Með í för var Beate Detlefs frá Goethe bókasafni.

Fréttabréf fyrir foreldra nýnema
Fréttabréf fyrir foreldra og aðstandendur nýnema á haustönn 2011 er komið á heimasíðu skólans.
Lesa meira
Leifur hlýtur Kærleikskúluna 2011
Fyrrverandi nemandi af félagsfræðabraut Borgarholtsskóla, Leifur Leifsson, fékk afhenta hina eftirsóttu Kærleikskúlu.
Lesa meira
Aðstoðarkennari í þýsku
Nadine Prochazka verður þýskukennurum skólans til aðstoðar fram á næsta vor.
Lesa meira
Kennaranemar mættir til leiks
Níu kennaranemar verða í vettvangsnámi hjá Borgarholtsskóla í vetur. Í hópnum eru eingöngu konur þetta árið.

Vel heppnaður heilsueflingardagur
Það var létt yfir mannauð Borgarholtsskóla á heilsueflingardegi í gær. Parkour strákar fóru með heljarstökkum um sal skólans og boltar flugu í körfur eða mörk á bílaplani.
Lesa meira
Stærðfræðikeppni framhaldsskóla
Keppnin fer fram í öllum framhaldsskólum landsins á sama tíma þann 4. október. Mæting í stofu 107 kl. 8:10 á þriðjudaginn.

Tónlistarvinnustofa í þýsku
Þýskunemendur nutu leiðsagnar Fabio og Sandro í tilefni Evrópska tungumáladagsins.

Heilsudagur BHS 4. október
Þriðjudagurinn 4. október verður tileinkaður heilsu og velferð. Ýmsar uppákomur verða í frímínútum og í hádegishléi.

Samvinna norrænna kvikmyndanema
Nemar í kvikmyndagerðáfanga við Borgarholtsskóla taka þátt í norrænu samstarfsverkefni.
Lesa meira
Leiklist í þýskunámi
Nemendur sömdu og settu á svið örleikrit á þýsku undir handleiðslu leiklistarkennara frá Þýskalandi.

TIA - Leonardo verkefni
Markmið verkefnisins er að efla samvinnu listgreina og verkgreina á milli Eistlands, Lettlands, Ítalíu og Íslands.
Lesa meira
Tvær í ungmennalandsliði
Þórdís María Aikman og Katrín Gylfadóttir voru á dögunum valdar í u19 ára landslið kvenna í knattspyrnu.
Lesa meira
Brunaæfing í Borgarholtsskóla
Það gekk vel að rýma skólann á æfingu í morgun og starfsfólk var samtaka um að koma nemendum fljótt út úr húsinu.

Lífsleikniferðalag
Nýnemar í skólanum fóru í ferðalag um Grindavík og nágrenni síðastliðinn föstudag.
Lesa meira
Mentorverkefnið Vinátta
Valáfangi sem felur í sér að mentor hittir grunnskólabarn einu sinni í viku yfir allt skólaárið.

Vann keppni fyrir tölvuleik
Leó Ágústsson sem er nemandi á listnámsbraut vann myndbandasamkeppni fyrir tölvuleikinn Guild Wars 2.
Lesa meira
Kennsla hefst
Kennsla á haustönn hófst í dag. Aðsókn að skólanum hefur aldrei verið meiri en innritaðir nemendur eru um 1530.
Lesa meira
BHS heilsueflandi skóli
Í byrjun haustannar var gengið frá samningi við ISS á Íslandi um rekstur á mötuneyti fyrir starfsfólk og nemendur Borgarholtsskóla.
Lesa meira
Nýr aðstoðarskólameistari
Ingi Bogi Bogason er nýr aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla.
Lesa meira
Útskriftarhátíð Borgarholtsskóla
157 nemendur útskrifuðust frá skólanum í dag af hinum ýmsu námsbrautum skólans.
Lesa meira
Ný kennslubók í félagsfræði
Félagsfræðiveislan eftir Magnús Einarsson kennara við Borgarholtsskóla er komin út.
Lesa meira
Nemendur halda til Þýskalands
Pétur Rafn Bryde, Dóróthea Björk Stefánsdóttir og Daníel Ingi Sommer fara á þýskunámskeið í sumar.

Nýsköpun í Borgarholtsskóla
Sex nemendur ásamt kennara tóku þátt í samstarfsverkefni með Tækniskólanum og Marel.
Lesa meira
Öflugur fimleikamaður
Sigurður Andrés Sigurðarson vann þrefalt í unglingaflokki á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum.
Lesa meira
Námskynning Laugardalshöll 12. maí
Borgarholtsskóli kynnir nám sitt ásamt öðrum framhaldsskólum og háskólum á fimmtudag kl. 11-16. Haustið 2011 taka skólarnir inn alla umsækjendur undir 25 ára aldri sem uppfylla skilyrði.

Uppskeruhátíð Fyrirtækjasmiðjunnar
Gunnhildur, Fjóla og Guðmundur fengu 2. verðlaun fyrir viðskiptaáætlun og kynningu á ferðahandbók fyrir börn.

Efnilegt körfuknattleiksfólk
Bergþóra Tómasdóttir og Ægir Þór Steinarsson voru valin bestu ungu leikmennirnir í lokahófi KKÍ um helgina.
Lesa meira
Lokahóf hjá almennri braut
Það var mikil stemning í lokahófi brautarinnar og einbeitingin var klár þegar bingótölur dagsins voru lesnar.

Stuttmyndakeppni starfsbrauta
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ fékk 1. verðlaun. Þátttakendur voru um 250 frá 16 skólum.

Útskriftarsýning
Nemendur úr margmiðlunarhönnun í Borgarholtsskóla sýna á Korpúlfsstöðum. Myndir af verkum nemenda.

Fengu bækur í verðlaun
Brynhildur Una Björnsdóttir og Grétar Atli Davíðsson unnu verðlaunagetraun á bókasafnsdaginn.
Lesa meira
Bókasafnsdagurinn 14. apríl
Í tilefni dagsins er sýning á uppáhaldsbókum starfsfólks í skólanum og verðlaunagetraun fyrir nemendur.
Lesa meira
Söngkeppni framhaldsskólanna
Bjarnfríður og Sigríður syngja lagið Að eilífu þú í Íþróttahöllinni á Akureyri laugardagskvöldið 9. apríl.
Lesa meira
Úrslit í stærðfræðikeppni
178 grunnskólanemendur úr Grafarvogi, Árbæ, Norðlingaholti og Mosfellsbæ tóku þátt í keppninni.

Góður árangur á skíðum
Einar Kristinn, Lovísa Mjöll, Stefán Ingi og Sturla Snær stóðu sig vel á Unglingameistaramóti Íslands á Akureyri.
Lesa meira
Fengu verðlaun á vörumessu
Nemendurnir Fjóla, Gunnhildur og Guðmundur fengu verðlaun fyrir besta sölubásinn og bestu framkomu í Smáralind.

Umhverfisdagar
Dagana 28.-30. mars verða umhverfisdagar í Borgarholtsskóla. Nemendur vinna verkefni tengd málefninu.

Sýningar hjá leikfélaginu
Næstu sýningar verða 24. mars kl. 20:00, 26. og 27. mars kl. 18:00. Beetlejuice er gleðileikur með hryllingsívafi.

Tekur þátt í frönskukeppni
Elsa Rún Árnadóttir tekur þátt í keppninni Allons en France laugardaginn 19. mars.
Lesa meira
Heilsueflandi Borgarholtsskóli
Markmiðið er aukin lífsgæði og bætt líðan nemenda og starfsmanna í nær- og fjærumhverfi skólans.

Teiknimynd um Europass ferilskrána
Nemendur á lokaári á lista- og fjölmiðlasviði fengu Canon ljósmyndavélar fyrir gerð myndarinnar.
Gettu betur
Borgarholtsskóli er úr leik í spurningakeppni framhaldsskólanna eftir tap gegn Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
Lesa meira
Jafnréttisdagur 8. mars
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna verður jafnréttisdagur í Borgarholtsskóla þriðjudaginn 8. mars. Meðal annars verða Davíð Þór Jónsson og Þóra Arnórsdóttir með fyrirlestra.

Leiklistarferð til Akureyrar
Um 30 nemendur fóru í menningarreisu norður í land um helgina til að heimsækja Leikfélag Akureyrar og fleiri staði.
Lesa meira
Myndir frá glæsiballi, jeppaferð o.fl.
Nemendur sóttu fjölbreytt námskeið og kynningar á skóhlífadögum. Um 200 mættu á glæsiballið.
Lesa meira
Afreksnemendur á Ólympíuhátíð
Lovísa Mjöll, Einar Kristinn og Sturla Snær kepptu á skíðum.
Lesa meiraNotkun kvikmynda í þýskukennslu
Félag þýskukennara í samstarfi við PASCH verkefnið hélt námskeið í Borgarholtsskóla.
Lesa meira
Fjallagarpar í Borgarholtsskóla
Nemendur í Borgarholtsskóla gengu á Úlfarsfell í síðustu viku en gangan er hluti af fjallgönguáfanga í skólanum.
Lesa meiraStarfsnám í Hollandi og Finnlandi
Fjórir nemendur af listnámsbraut taka þátt í ArtECult sem er samvinnuverkefni Borgarholtsskóla og fleiri skóla í Evrópu.
Kannanir á viðhorfi nemenda
Í nóvember 2010 voru gerðar kannanir á viðhorfi til skólastarfsins og veru í skólanum meðal yngri og eldri nemenda.
Lesa meira
Karatemaður ársins 2010
Kristján Helgi Carrasco nemandi á náttúrufræðibraut er karatemaður ársins og íþróttamaður Mosfellsbæjar.
Lesa meira
Frönsk kvikmyndahátíð
Haldin í Háskólabíói dagana 21. janúar til 3. febrúar. Framhaldsskólanemar fá 50% afslátt af miðaverði.
Kennsla hefst
Kennsla á vorönn hófst í dag en alls eru 1375 nemendur innritaðir í skólann.
Lesa meiraGöngum saman á vorönn
Á þessari önn verður í boði gönguáfangi í íþróttum. Áfanginn kemur í staðinn fyrir efri áfanga eða sem viðbót.
Hefur þú ábendingu um frétt?
Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.
Lesa meira