Fréttir og tilkynningar: maí 2007

Útskrift frá Borgarholtsskóla vor 2007.
Laugardaginn 19. maí 2007 voru brautskráðir frá Borgarholtsskóla 160 nemendur af ýmsum brautum. Þetta var ellefta starfsár skólans. Í haust hófu nám við skólann um 1400 nemendur í dagskóla, síðdegisnámi, kvöldskóla og dreifnámi.
Gjöf til Verslunarbrautar BHS
Kaupmannasamtök Íslands gáfu Verslunarbraut Borgarholtsskóla 500.000 kr.
styrk í byrjun maí, til kynningar á brautinni og fleiri verkefna.

Skóli í Jaranwala tilbúinn
Af tilefni 10 ára afmælis Borgarholtsskóla í haust var, í samvinnu við ABC barnahjálp, safnað fé til byggingar skóla í bænum Jaranwala í Pakistan. Nú er skólastarf hafið í skólanum og hér má sjá myndir sem Maxwell Ditta enskuskennari við Borgarholtsskóla tók nú í apríl.
Lesa meiraHefur þú ábendingu um frétt?
Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.
Lesa meira