Fréttir og tilkynningar: apríl 2007

Verðlaun í stuttmyndakeppni - 30/4/2007

Stuttmyndakeppni starfsbrauta framhaldsskólanna fór fram í Háskólabíói 27. apríl. Þar voru sýndar 7 stuttmyndir. Myndin Asnanas frá Borgarholtsskóla vann 2. verðlaun. Lesa meira

Besta fyrirtækið: BASE frá Borgarholtsskóla. - 30/4/2007

Uppskeruhátíð Fyrirtækjasmiðju ungra frumkvöðla var haldinn í aðalstöðvum Glitnis, Kirkjusandi 27. apríl. Veitt voru verðlaun fyrir besta fyrirtækið og sex aðra verðlaunaflokka. BASE frá Borgarholtsskóla var valið besta fyrirtækið og bjartasta vonin.

Lesa meira

dimmission_014

Dimmission - 20/4/2007

Í dag dimmiterðuðu útskriftarnemar í skólanum. Þau byrjuðu á morgunmat í boði skólans og að því loknu voru þau með dagskrá í salnum, þar sem þau m.a. kvöddu kennara og aðra starfsmenn með rósum. Lesa meira

Lestrarhestar - 18/4/2007

Þau Sunna Mjöll, Eðvarð, Guðrún María, Helga og Þórdís hafa á síðustu vikum lesið tvær af stærstu skáldsögum Halldórs Laxness, Sölku Völku (1931-1932) og Sjálfstætt fólk (1934-1935). Það er þónokkur áfangi að kynnast tæpum þúsund blaðsíðum af textum stórskálds. Lesa meira

Góðir gestir - 12/4/2007

Góðir og fræðandi gestir komu í skólann miðvikudaginn fyrir páska. Þeir ræddu við félagsliðanema í dagskóla og síðdegisnámi. Lesa meira

Eldsmíði - 12/4/2007

Í málmiðnadeild hefur verið tekinn í notkun eldsmíðaofn. Framvegis verður því hægt að bjóða upp á margskonar verkefni sem tengjast eldsmíði og hugsanlega verklegri efnisfræði. Lesa meira

Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira