Fréttir og tilkynningar: mars 2007
Íslandsmót iðnnema
Íslandsmót iðnnema fer fram fimmtudaginn 22. og föstudaginn 23. mars. Hluti keppninnar fer fram hér í Borgarholtsskóla á morgun, fimmtudag kl.16.30. Þá verður keppt í logsuðu og rafsuðu.
Góð frammistaða í MORFÍS
Lið Borgarholtsskóla lenti í öðru sæti í Morfís - ræðukeppni framhaldsskólanna eftir að hafa tapað naumlega fyrir liði MH í úrslitaviðureigninni. Dómnefndin hrósaði báðum liðum fyrir vasklega framgöngu.
Lesa meira
Listavika í Borgarholtsskóla
Nemendafélag Borgarholtsskóla stendur fyrir listaviku dagana 12.-16. mars. Margt verður í boði, fyrirlestrar, tónleikar og fleira.
Lesa meira
Nemendur BHS í Borgarleikhúsinu
Nemendur í Borgarholtsskóla troða upp á Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld klukkan 20:00 ásamt nemendum leiklistardeildar LHÍ og Háteigsskóla.
Lesa meira

Glæsiballið
Árlegt glæsiball var haldið í sal skólans fimmtudagskvöldið 1. mars. Veislustjóri var Helga Braga, Bubbi Morthens kom og spilaði og plötusnúður var Brynjar Már. Kennarar þjónuðu til borðs og gengu frá eftir veisluhöldin.
Lesa meira
Hefur þú ábendingu um frétt?
Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.
Lesa meira