Fréttir og tilkynningar: september 2006
Ferð á Laugarvatn
Nemendur og kennarar í Lífsleikni fara í ferðalag á Laugarvatn föstudaginn 29. september. Lagt verður af stað klukkan 9.00 frá Borgarholtsskóla.
Kennari í Borgarholtsskóla hlýtur námsefnisstyrk frá SI
Egill Þór Magnússon kennari í Borgarholtsskóla hlaut styrk frá Samtökum Iðnaðarins til útgáfu á námsefni í verklegum loftstýringum.
Lesa meira
Nemendur og kennarar á faraldsfæti.
Það sem af er haustönn hafa margir nemendur og kennarar verið á faraldsfæti. Árleg Þórsmerkurferð almennrar brautar 1 var farin í síðustu viku og nemendur almennrar námsbrautar 2 fóru í ferð um Reykjanes.
Lesa meira
Blikksmíðaverkstæði opnað formlega í málmskála.
Blikksmíðaverkstæði var formlega opnað í málmdeild Borgarholtsskóla miðvikudaginn 20. September.
Styrktartónleikar í Grafarvogskirkju
Borgarholtsskóli í samvinnu við Grafarvogskirkju og ABC-barnahjálp standa fyrir tónleikum í Grafarvogskirkju í kvöld til stryrktar skólabyggingu í Pakistan.
Lesa meira
Busavígsla
Mikið líf og fjör var í skólanum í dag þegar busavígsla fór fram. Í 6. kennslustund voru nýnemar sóttir og arkað með þá niður að Gufunesbæ, þar sem ýmsar þrautir voru leystar undir stjórn eldri nema.
Lesa meira
Nýnemakvöld
Þriðjudagskvöldið 12. september var haldið nýnemakvöld í Borgarholtsskóla. Þá voru allir nýnemar boðnir velkomnir í skólann og í dag verður svo busavígslan sjálf.
Lesa meira

Fjölmenni á opnu húsi
Laugardaginn 9. september var opið hús í Borgarholtsskóla. Fjöldi fólks kom og kynnti sér starfsemi skólans og fylgdist með dagskrá í sal skólans.
Lesa meira
Kennsla í vélfræðum metanbíla
Á tíu ára afmælishátíð Borgarholtsskóla skrifuðu fulltrúar Metan hf og Borgarholtsskóla (BHS) undir samkomulag þess efnis að BHS mun koma upp kennslu í vélfræðum metanvéla. Er stefnt að því að kennsla geti hafist á vorönn 2007.
Lesa meira
Opið hús í Borgarholtsskóla
Á Grafarvogsdaginn 9. september verður opið hús í Borgarholtsskóla kl. 14:00 - 16:00. Nemendur og starfsmenn taka á móti gestum og sýna vinnuaðstöðu og verkefni víðsvegar um skólann.
Lesa meira
Ferðumst til Pakistan
Fimmtudaginn 7. september hlupu/hjóluðu/gengu starfsmenn og nemendur Borgarholtsskóla 10 km hver til styrktar byggingu skóla í Pakistan. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta hringt í númerið 908-1112 eða lagt inn á bankareikning söfnunarinnar nr. 1155-15-41414.
Lesa meira
Afmæliskaka
Nemendum og starfsfólki var í dag boðið upp á súkkulaðiköku og ískalda mjólk eins og hæfir í 10 ára afmæli.
Lesa meira
Afmæli - myndir
Borgarholtsskóli varð 10 ára 2. september og af því tilefni var boð í skólanum. Skólanum bárust blóm og gjafir í tilefni dagsins m.a. gaf Ása Björk Gísladóttir 500.000 til að stofna Menningarsjóð sérnámsbrautar.
Lesa meira
Borgarholtsskóli 10 ára - látum gott af okkur leiða.
Borgarholtsskóli var settur í fyrsta sinn 2. september 1996.
Í tilefni 10 ára afmælisins verður margt gert til hátíðabrigða, en meginþema afmælisins er að láta gott af sér leiða. Stefnt er að því að safna í samvinnu við ABC - barnahjálp 2,5-3 milljónum króna til byggingar skóla í Pakistan.
Lesa meiraHefur þú ábendingu um frétt?
Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.
Lesa meira