Nemendur í inntökuprófi hjá BL

14/12/2017

  • Mynd fengin af vef BL ehf.

Bílaumboðið BL ehf. ætlar að gera vinnustaðasamning við nokkra nemendur af bíltæknibrautum. Í samningum felst að skólagjöld eru greidd og nemendur geta fengið sumarvinnu hjá fyrirtækinu en auk þess mun Iðnú útvega þessum nemendum öll námsgögn þeim að kostnaðarlausu.

Á dögunum tóku 11 nemendur úr Borgarholtsskóla inntökupróf.  Nemendurnir fengu að skoða verkstæðið og fyrirtækið og voru svo látnir leysa þrautir í tækni-LEGO.  Þrautirnar voru skemmtilegar en krefjandi og voru þær sérstaklega búnar til fyrir BL ehf. Tilgangurinn með þessu óhefðbundna verkefni var að sjá verkhugsun nemendanna og kynnast þeim betur en hægt er í stuttu viðtali.

Nánar um þetta má lesa á  vef BL ehf  og þar var meðfylgandi mynd fengin að láni.

Næsta inntökupróf fyrir nemendur í bíltæknigreinum í Borgarholtsskóla fer fram haustið 2018.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira