Um skólann
Borgarholtsskóli er framhaldsskóli, staðsettur við Mosaveg í Grafarvogi. Hann er framsækinn og tæknivæddur nútímaskóli með um 1400 nemendur og fjölbreytt námsframboð. Boðið er upp á dagskóla og dreifnám.
![]() Borgarholtsskóli við Mosaveg 112 Reykjavík |
Símanúmer: 535 1700 |
Mikil birta og gott rými einkenna skólahúsið. Það skapar hlýlega og jákvæða umgjörð um skólastarfið.
Borgarholtsskóli hefur frá upphafi haft þá stefnu að stuðla að bókmennt, handmennt og siðmennt nemenda sinna.
Við skólann starfar samstilltur hópur starfsfólks sem sinnir kennslu, þjónustu við nemendur, stjórnun skólastarfsins ásamt eftirliti og þrifum á skólahúsnæðinu.
Leiðarljós í starfi okkar og samskiptum í skólanum eru agi, virðing, væntingar og við leggjum áherslu á jákvætt og hlýtt viðmót gagnvart nemendum.
Skólinn starfar eftir lögum um framhaldsskóla, aðalnámskrá framhaldsskóla og ýmsum reglugerðum sem Mennta- og menningarmálaráðuneytið gefur út.
![]() Sjá skipulag húsa á lóð skólans |
25.2.2021