Líf í borgarholtsskóla

Skóhlífadagar

Byrjar: 08/02/2023

Endar: 09/02/2023

Þemadagar Borgarholtsskóla, Skóhlífadagar, verða haldnir 8.-9. febrúar.

Skóhlífadagarnir eru skipulagðir af Nemendafélagi Borgarholtsskóla. Um er að ræða tveggja daga dagskrá þar sem hægt er að velja um margskonar námskeið og skemmtanir við allra hæfi.
Hver nemandi fær sitt mætingarkort sem er kallað danskort. Á það merkja kennararnir mætingar.

Nemandi skráir sig á 3 námskeið: 1 fyrir hádegi 8. febrúar, 1 eftir hádegi 8. febrúar og 1 fyrir hádegi 9. febrúar. Passa þarf að velja aðeins eitt námskeið úr hverjum flokki. Nemandi fær email fyrir hvert og eitt námskeið sem hann skráir sig á. Nemendur skrá sig á námskeið á skohlifadagar.com. Þar má einnig finna nánari upplýsingar um Skóhlífadagana og námskeiðin.