Listnámsbraut - 2018 og eldra

Skipulag janúar 2018

Grafísk hönnun
Kvikmyndagerð
Leiklist

Skipulag árin 2014-2017

Grafísk hönnun
Kvikmyndagerð
Leiklist

Margmiðlunarhönnun

Brautarlýsing þessi gildir fyrir nemendur sem hófu nám á listnámsbraut Borgarholtsskóla vorið 2014 eða fyrr.  Nemendur sem hófu nám veturinn 2014-2015 fylgja að öllu jöfnu nýrri brautarlýsingu, -  áfangaheiti 1. námsárs verða leiðrétt með tillii til þessa.  Sjá nýtt brautarskipulag. Nám í margmiðlunarhönnun veitir góðan undirbúning undir myndlistar- og hönnunarnám á háskólastigi eða aðra sérskóla á sviði lista og hönnunar. Því lýkur með listnámsbrautarprófi sem tekur að jafnaði 3 ár (105 einingar). Það skiptist í kjarna (79 einingar), kjörsvið (23 einingar) og bundið val (3 einingar). Í kjarna eru bóklegar greinar framhaldsskóla, kjarnagreinar listnámsbrautar auk sérgreina margmiðlunarhönnunar. Nemendur velja síðan annað tveggja kjörsviða í margmiðlunarhönnun: Prent- og skjámiðlun,eða Fjölmiðlatækni. Í prent- og skjámiðlun þjálfast nemendur sérstaklega á sviði tvívíðra miðla, ljósmyndunar, myndlýsingar, umbrots og vefhönnunar. Í fjölmiðlatækni miðar námið að því að þjálfa nemendur til alhliða tæknistarfa á fjölmiðlum, útvarpi, sjónvarpi og í kvikmyndun. Að listnámsbrautarprófi loknu eiga nemendur þess kost að taka viðbótarnám til stúdentsprófs, 35 einingar, á einu ári. Viðbótarnámið felur í sér bóklega viðbót til stúdentsprófs (15 einingar), bóklegt kjörsvið til stúdentsprófs (12 einingar), bundið val (3 einingar) og frjálst val (5 einingar). Að loknu listnámsbrautarprófi geta nemendur sótt um nám í listaháskólum en flestir listaháskólar krefjast stúdentsprófs. Flestir listaháskólar krefjast jafnframt ferilmöppu, þ.e. sýnishorna af verkum umsækjenda. Með eins árs starfsnámi á vinnumarkaði geta nemendur í fjölmiðlatækni útskrifast með fagbréf sem fjölmiðlatæknar.

Mikilvægt er að nemendur fylgi brautarskipulagi eins og kostur er. Fresti nemandi fagáfanga brautar og / eða falli í honum er hætt við að námslok tefjist um allt að ár.

Skipulag árin 2005-2014

ÁFANGASKIPULAG LISTA- OG FJÖLMIÐLASVIÐS 

Skýringar við kjörsviðsval

Nemandi velur sér eina eða fleiri kjörsviðsgrein af félagsfræðabraut, málabraut eða náttúrufræðibraut, samtals 12 einingar (einingar í kjarna teljast ekki með). Sú regla gildir að hver grein sem valin er verður að mynda 9 eininga röð (einingar í kjarna teljast þá með).

Dæmi: Velji nemandi t.d. kjörsviðsgreinar af málabraut getur hann tekið einn áfanga í dönsku í viðbót við þá tvo sem hann verður að taka í kjarna og þrjá áfanga í frönsku. Hann er þá með 9 eininga röð í báðum greinum (dönsku og frönsku) og samtals 12 einingar. Ef hann velur kjörsviðsgrein af félagsfræðabraut getur hann t.d. bætt við sig tveimur áföngum í sögu og tveimur í félagsfræði, samtals 12 einingar og er þá með 9 eininga röð í báðum greinum.

1.11.2018