Viðbótarnám til stúdentsprófs

Nemendur sem ljúka skilgreindu starfsnámi á framhaldsskólastigi eða námi á listnámsbrautum eiga kost á viðbótarnámi til undirbúnings náms á háskólastigi samkvæmt reglum menntamálaráðuneytisins. Slíku námi lýkur með stúdentsprófi. Viðbótarnámið geta nemendur að hluta til skipulagt sjálfir en þurfa að hafa samráð við náms- og starfsráðgjafa eða áfangastjóra og mikilvægt er að þeir sem stefna að inngöngu í tiltekinn skóla á háskólastigi afli sér upplýsinga um þær kröfur sem þar eru gerðar um undirbúning. Einnig er mögulegt að meta fyrra nám til allt að 12 eininga á kjörsviði hefðbundinna bóknámsbrauta auk 12 eininga í frjálsu vali. Slíkt nám getur því skilað allt að 24 einingum af námi til hefðbundins stúdentsprófs.

Námskrár viðbótarnáms í framhaldi af námi samkvæmt nýjum námskrám í iðn- og starfsnámi eru í mótun.

27.4.2017