Sumarnám

Borgarholtsskóli tekur þátt í átaki stjórnvalda um sumarnám. Í boði verða níu áfangar á eftirfarandi sviðum: Málm- og véltæknisviði, félagsvirkni- og uppeldissviði og listnámssviði.

Kennt verður frá 2. – 30. júní. Áfangarnir eru hluti af námi á ofangreindum sviðum en geta e.t.v. nýst nemendum á öðrum sviðum og í öðrum framhaldsskólum. Væntanlegum nemendum er bent á að leita til náms- og starfsráðgjafa í sínum skóla til að fá staðfestingu á því að námið sé metið inn á námsbraut viðkomandi.

Smelltu hér til að sækja um

Eftirfarandi áfangar verða kenndir ef næg þátttaka fæst:

Málm og véltæknisvið

GRT1A05 - Grunnteikning 1 - almenn undirstaða

LSU1A05 - Logsuða

PLV1A05 - Plötuvinna

Félagsvirkni- og uppeldissvið

SAS1A05 - Samskipti og samstarf

FTL2A05 - Fötlunarfræði

UPP2A05 - Uppeldisfræði

SÁL3A05Þ - Þroskasálfræði fyrir félagsvirkni- og uppeldissvið.

Listnámssvið

LIM1A05 - Listir og menning 1

SJL1A05 – Sjónlist 1

25.5.2020