Starfsbraut

Námskrá Sérnámsbrautar er byggð á aðalnámskrá framhaldsskólanna - alm. hluta, útg. 1999 og 2004 og námskrá starfsbrauta framhaldsskólanna, útg. 2005 (á neti - heimasíðu mrn.).

Nám á sérnámsbraut er einkum ætlað nemendum sem hafa notið verulegrar sérkennslu í grunnskóla, verið í sérdeild eða sérskóla og fengið námsmat skv. 48. gr. laga um grunnskóla. Sérnámsbraut er ætluð nemendum sem ekki geta nýtt sér almenn námstilboð framhaldsskóla en þurfa sérhæft einstaklingsmiðað nám er mætir færni þeirra og áhuga.  Fötlunargreining frá viðurkenndum greiningaraðilum þarf að fylgja með umsókn á sérnámsbraut.

Boðið er upp á fjögurra ára nám þar sem á fyrsta og öðru ári er lögð áhersla á að viðhalda og bæta við þá færni og þekkingu sem fyrir er, en á þriðja og fjórða ári er lögð áhersla á tengingu við atvinnulífið þar sem nemendur fara í starfskynningar og starfsþjálfun.

Nemendum er að miklu leyti kennt í sérdeild en þar sem því er viðkomið sækja þeir nám í aðrar deildir í einstökum fögum. Lögð er áhersla á að deildin einangrist ekki heldur sé hluti af skólaheildinni.

Kennslan er byggð á námsáætlun fyrir nemendahópa og/eða einstaklinga sem byggir annars vegar á námskránni og hins vegar á upplýsingum um þarfir nemenda og mati á stöðu þeirra í námi og þroska.

Mat á námi og framförum nemenda er hluti skólastarfsins og fer fram jafnt og þétt yfir námstímann.
Markmið námsins á Sérnámsbraut BHS er að nemendur kynnist námi og starfi við hæfi og fái tækifæri til að auka við þekkingu sína og færni sem þannig stuðlar að auknu sjálfstæði þeirra og auðveldar þeim að takast á við atvinnu og viðfangsefni daglegs lífs í nútíma samfélagi.

Námsþættir:

 • bóklegar greinar, s.s. íslenska, stærðfræði, enska
 • verk- og listgreinar, s.s. heimilisfræði, leiklist, myndlist
 • heilsurækt, heilbrigðisgreinar og íþróttir
 • tölvunotkun, m.a. ritvinnsla og netþjálfun
 • lífsleikni
 • vinnustaðanám - starfsnám
 • námsgreinar að vali skóla og nemenda

Kennsluaðferðir:

Í nemendahópi þar sem þarfir einstaklinganna eru mjög fjölbreyttar þurfa kennsluaðferðir að vera það líka.

Fyrirkomulag kennslustunda og kennsluaðferðir eru því breytilegar eftir einstaklingum hópanna og námsefni.

Námsmat:

Samkvæmt kaflanum um starfsdeildir í Aðalnámskrá framhaldsskóla er megintilgangur námsmats að:

 • afla upplýsinga sem gefa vísbendingar um hæfileika og þekkingu nemandans
 • beina sjónum að því hvernig nemandinn nýtir sér hæfileika og þekkingu sína
 • gera grein fyrir getu nemandans til að fylgja þeim kennslumarkmiðum sem skilgreind voru með námi hans
 • styrkja sjálfsmat nemandans og auka vitneskju hans um það hvernig og hvað honum gengur best að læra, hvað hann þarf aðstoð við og hvernig hann tekst á við sínar veiku hliðar

Námsmatið er tæki til að athuga hvort markmiðum hafi verið náð. Mismunandi aðferðir eru notaðar við námsmat og fer val þeirra eftir þeim einstaklingum sem meta skal.

Námsmat í námsáföngum námskrárinnar byggir á þessari umfjöllun og verður ekki fjallað um það sérstaklega innan þeirra.

Áfangar á Sérnámsbraut Borgarholtsskóla

Móðurmál

Einingar

Íslenska

ÍSL 1T3-2T3 ÍSL 3T3-4T3 ÍSL 5T3-6T3 ÍSL 7T3-8T3

24

Erlend tungumál

Enska

ENS 1T1-2T1 ENS 3T1-4T1 ENS 5T1-6T1 ENS 7T1-8T1

8

Lífsleikni

Lífsleikni / Samfélagsfræði

LKN 1T1-2T1 LKN 3T1-4T1 LKN 5T1-6T1 LKN 7T1-8T1

8

Raungreinar

Stærðfræði

STÆ 1T2-2T2 STÆ 3T2-4T2 STÆ 5T2-6T2 STÆ 7T2-8T2

16

Tölvufræði

Tölvufræði

TÖL 1T1-2T1 TÖL 3T1-4T1 TÖL 5T1-6T1 TÖL 7T1-8T1

8

Heilbrigðis- og heimilisfræði

Heilbrigðisfræði

HBF 1T1-2T1 HBF 3T1-4T1 HBF 5T1-6T1 HBF 7T1-8T1

8

Heimilisfræði

HMF 1T1-2T1 HMF 3T1-4T1 HMF 5T1-6T1 HMF 7T1-8T1

8

Íþróttir

Íþróttir

ÍÞR 1T1-2T1 ÍÞR 3T1-4T1 ÍÞR 5T1-6T1 ÍÞR 7T1-8T1

8

List- og verkgreinar

Handmennt HAN 1T1-2T1 HAN 3T1-4T1 4
Handmennt (val) HAN 5T1-6T1 HAN 7T1-8T1 4

Leiklist

LEI 1T1-2T1 LEI 3T1-4T1

4

Leiklist (val) LEI 5T1-6T1 LEI 7T1-8T1 4

Myndmennt

MYN 1T1-2T1 MYN 3T1-4T1

4

Myndmennt (val) MYN 5T1-6T1 MYN 7T1-8T1 4

Tónmennt

TÓN 1T1-2T1 TÓN 3T1-4T1 TÓN 5T1-6T1 TÓN 7T1-8T1

8

Málmur (val)

MTV 1T1-2T1 MTV 3T1-4T1 MTV 5T1-6T1 MTV 7T1-8T1

8

Bílar (val)

BÍL 1T1-2T1 BÍL 3T1-4T1 BÍL 5T1-6T1 BÍL 7T1-8T1

8

Starfsnám

Starfsnám í skóla STA 5T1-6T1 STA 7T1-8T1 4
Starfsnám á vinnustað STV 5T1-6T1 STV 7T1-8T1 4

* Uppgefnar einingar eru einungis fyrir námsgreinar kenndar á sérnámsbraut.