Málm- og véltæknibrautir

Nám í málm- og véltæknigreinum er verknám sem á rætur í ævafornum hefðum en byggir engu að síður á nýjustu þekkingu manna í tækni og vísindum. Í greinunum vefjast fornar handverkshefðir og vitneskja um eiginleika málma saman við nútíma tölvu- og stýritækni. Náminu er ætlað að búa nemendur undir þátttöku í nútímalegu lýðræðissamfélagi með því að auka hæfni þeirra til gagnrýninnar hugsunar, efla vitund um eigin getu og takmarkanir og styrkja samskiptahæfni og samhug. Auk þess að búa nemendur sem best undir störf og frekara nám er áhersla lögð á að koma til móts við nemendur sem vilja hagnýta menntun sem felur í sér hæfni til starfa sem krefjast nákvæmni, útsjónarsemi, sköpunarhæfni og vandaðs verklags.

Hægt er að velja tvær leiðir á málm- og véltæknibrautum.  Annað hvort sem starfsnám og/eða til stúdentsprófs.

8.10.2018