Félagsvirkni- og uppeldissvið

Námi á félagsvirkni- og uppeldissviði er ætlað tvíþætt hlutverk: að svara kröfum samfélagsins um almenna menntun og að búa nemendur undir nokkuð sérhæfð störf sem hafa að markmiði að veita þjónustu þeim sem hana þurfa í heimahúsum, á stofnunum og í fyrirtækjum. Fyrrnefnda hlutverkinu er sinnt með áherslu á grunnþætti menntunar, þ.e. þær stoðir sem bera uppi menntastefnu sem innleidd var með lögum um framhaldsskóla árið 2008 og lögum um leik- og grunnskóla frá sama ári. Síðarnefnda hlutverkið, sem er sértækara, miðar að því að auka hæfni einstaklinga til að takast á við störf í samfélaginu sem krefjast þekkingar og leikni á afmörkuðum sviðum.

Hægt er að velja tvær leiðir á félagsvirkni- og uppeldissviði.  Annað hvort sem starfsnám sem er allt að fjögurra anna nám auk vinnustaðanáms eða til stúdentsprófs.

Námið veitir nemendum hæfni til starfa á sviði uppeldis, félagslegrar þjónustu og umönnunar.

Boðið er upp á fjórar brautir á félagsvirkni- og uppeldissviði.  Allar eiga þær það sameiginlegt að kenndur er ákveðinn kjarni í upphafi náms en eftir því sem á líður eykst hlutfall sérgreina hverrar brautar.

Nám á leikskólaliðabraut er fimm anna nám.  Það veitir þekkingu og færni til að starfa með börnum í námi og leik. Hægt er að ljúka stúdentsprófi af brautinni.

Nám á félagsmála og tómstundabraut er fimm anna nám.  Starfsvettfangur þeirra sem ljúka námi á félags- og tómstundabraut er einkum félagsmiðstöðvar, íþrótta- og æskulýðsfélög og önnur félagasamtök.  Hægt er að ljúka stúdentsprófi af brautinni.

Nám á félagsliðabraut er fimm anna nám.  Það er fagnám fyrir störf í félagsþjónustu- og uppeldisstofnunum með áherslu á sálfræði, uppeldi, umönnum og fatlanir.  Hægt er að ljúka stúdentsprófi af brautinni.

Nám stuðningsfulltrúa er fimm anna nám.  Stuðningsfulltrúar starfa í grunn- og framhaldsskólum.  Þeir eru kennurum til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda.  Hægt er að ljúka stúdentsprófi af brautinni.

9.4.2019