Verslunar- og skrifstofubraut - Kynning

Nemendur í tölvutímaViltu stunda hagnýtt nám á framhaldsskólastigi? Nám á verslunar- og skrifstofubraut tekur 2 ár og lýkur með verslunarprófi. Markmið námsins er að veita þekkingu og færni til að starfa í atvinnulífinu. Um leið er það góður grunnur fyrir meira framhaldsskólanám. Námið á brautinni veitir almenna innsýn í rekstur verslunarfyrirtækja auk þess sem kennd er ýmiss konar grunnfærni eins og tölvunotkun, bréfaskriftir, fjármál og þjónusta. Kenndar eru ýmsar greinar eins og hagfræði, lögfræði, markaðsfræði og tölvunotkun.

Kennsla fer fram í dagskóla.