Málm- og véltæknigreinar - Kynning

Málmiðngreinarnar eru fjórar; blikksmíði, rennismíði, stálsmíði og vélvirkjun.

Allir nemar í málmiðngreinum taka sameiginlegan fyrrihluta sem eru fjórar annir í skóla. Nemar sérhæfa sig síðan hver í sinni grein á tveimur önnum til viðbótar. Allir nemar skulu ljúka 15 mánaða starfsþjálfun hjá fyrirtækjum, sem getur farið fram á meðan nemandinn er við nám og eftir að námi lýkur, en sex mánuðir í starfsþjálfun skulu alltaf koma eftir að nemendur hafa lokið námi í skóla.

Auk þess er boðið upp á nám á málmsuðubraut samkvæmt Evrópustaðli. Námskrá í málmsuðu.