ÁBENDING UM STARFSÞJÁLFUN

Ingibergur með nemendum í bifvélavirkjunNemendur í bifreiðasmíði og bifvélavirkjun skulu ljúka 48 vikum í starfsþjálfun en bílamálarar 32 vikum. Starfsþjálfun er almennt ekki metin fyrr en eftir fyrstu önn í lotunámi. Það er þó á valdi viðkomandi sveinsprófsnefndar að meta starfsþjálfun. Starfsþjálfun skal tekin á viðurkenndu verkstæði og undir stjórn iðnmeistara í viðkomandi iðngrein. Gera skal samkomulag um starfþjálfun áður en hún hefst.
Eyðublöð vegna starfsþjálfunar geta iðnnemar fengið hjá Iðunni fræðslusetri (http://idan.is/namssamningar). Iðnnemum skal bent á að starfsþjálfunarsamkomulag leysir aðila ekki frá þeirri skyldu að gera ráðningarsamning eins og lög gera ráð fyrir.