Bíliðngreinar

Bíliðnir eru bifreiðasmíði, bifvélavirkjun og bílamálun. Tvær fyrrnefndar eru 4 annir eftir grunnnám en sú siðasttalda þrjár annir eftir grunnnám. Námið er aðeins kennt í dagskóla. Bifvélavirkjun er kennd allar annir en inntaka í bifreiðasmíði og bílamálun er óregluleg, ýmist haust- eða vorönn. 

Sérgreinar eru kenndar í lotum. Lota er 1 til 3 einingar. Ein eining er ígildi 21 kennslustunda vinnuframlags nemanda. Lotan er kennd samfellt, eitt námsefni er tekið fyrir og því lokið með prófi áður en næsta lota er tekin.

Dagatal dagskóla og dreifnáms í bíliðngreinum haust 2017 .
Vikuleg tímaskipting í bíliðngreinum.
Lotutöflur í bíliðngreinum haust 2017

Bifreiðasmiðir

Bifreiðasmiðir vinna mest við réttingu og skipti á hlutum eftir árekstra og breytingum á yfirbyggingu bifreiða. Þeir gera einnig við aðra hluta sem gætu hafa skemmst  t. d. stýris- og fjöðrunarbúnað.

Bílamálarar

Bílamálarar mála bifreiðar eftir viðgerð vegna áreksturs eða annarra skemmda. Málarar þurfa að blanda rétta liti ef bifreið er máluð að hluta. Oft þarf að heilmála bifreiðar eftir viðgerð eða breytingu. Bæði bifreiðasmiðir og bílamálarar gera við skemmda plasthluti bifreiða.

Bifvélavirkjar

Bifvélavirkjar sjá um reglubundið viðhald og viðgerðir á vélbúnaði, hemlum, stýrisbúnaði og ýmsu öðru í stórum sem smáum bifreiðum og vinnuvélum.
 

 8.9.2017