Dreifnám

Dreifnám er hugsað sem nám sem hægt er að stunda samhliða vinnu. Það fer að mestu fram í gegnum tölvu en á hverri önn eru kenndar 3-4 staðlotur í skólanum um helgi. Námið byggir á þrenns konar vinnuaðferðum: verkefnavinnu í gegnum netið, staðbundnum lotum og netumræðum (ein klukkustund á viku í hverjum áfanga eftir kl. 16:35).

Þetta fyrirkomulag gerir nemendum kleift að uppfylla fjölbreytt markmið námsins auk þess sem þeir hljóta góða hæfni í upplýsingatækni. Leitast er við að verkefni tengist sem mest starfsumhverfi nemenda og samtímanum.
Námsmat mun að mestu leyti felast í símati á virkni og verkefnum nemenda.
Námið er styrkhæft hjá mörgum stéttarfélögum.

Upplýsingar um innritun

Félagsvirkni og uppeldissvið

Stundatafla í staðlotum haustönn 2019

Stundatafla umræðutíma haustönn 2019

Staðlotur haustönn 2019
23. og 24. ágúst
11. og 12. október
6. og 7. desember

Staðlotur vorönn 2020
10. og 11. janúar
6. og 7. mars
8. og 9. maí

Málm- og véltæknibrautir

Stundatafla haustönn 2019


20.8.2019