Dreifnám

Dreifnám er hugsað sem nám sem hægt er að stunda samhliða vinnu. Það fer að mestu fram í gegnum tölvu en á hverri önn eru kenndar 3-4 staðlotur í skólanum um helgi. Námið byggir á þrenns konar vinnuaðferðum: verkefnavinnu í gegnum netið, staðbundnum lotum og netumræðum (ein klukkustund á viku í hverjum áfanga eftir kl. 16:35).
Þetta fyrirkomulag gerir nemendum kleift að uppfylla fjölbreytt markmið námsins auk þess sem þeir hljóta góða hæfni í upplýsingatækni. Leitast er við að verkefni tengist sem mest starfsumhverfi nemenda og samtímanum.
Námsmat mun að mestu leyti felast í símati á virkni og verkefnum nemenda.
Námið er styrkhæft hjá mörgum stéttarfélögum.

Upplýsingar um innritun

Boðið er upp á eftirfarandi námsbrautir:

Félagsvirkni- og uppeldissvið (Þjónustubrautir) 

  • Félagsliðar
  • Viðbótarnám félagsliða
  • Félagsmála- og tómstundanám
  • Leikskólaliðar
  • Framhaldsnám leikskólaliða
  • Stuðningsfulltrúar í skólum
Facebooksíða dreifnám félagsvirkni- og uppeldissviðs (þjónustubrauta)

Málm- og véltæknigreinar

  • Rennismíði
  • Blikksmíði
  • Stálsmíði
  • Vélvirkjun

Hagnýt margmiðlun8.1.2018