Bíltæknibrautir

Bíliðnir eru bifreiðasmíði, bifvélavirkjun og bílamálun. Námið samanstendur af 46 eininga grunni, sérgreinum sem telja 66 - 80 einingar og starfsþjálfun á vinnustað (45 - 90 einingar). Nemendur geta hafið nám í  bifvélavirkjun hvort sem er á haust eða vorönn en inntaka í bifreiðasmíði og bílamálun er óregluleg, ýmist haust- eða vorönn. 

Sérgreinar eru kenndar í lotum. Lota er 1 til 5 einingar. Ein eining er ígildi 18 - 24 klukkustunda vinnuframlags nemanda. Lotan er kennd samfellt, afmarkað efni, t.d. bremsur eða plastviðgerðir, er tekið fyrir og því lokið með prófi áður en næsta lota er tekin.

Nám í bíliðngreinum er hagnýtt starfsnám sem miðar að því að undirbúa nemendur undir töku sveinsprófs í löggildri iðngrein. Vel undirbúnir nemendur geta lokið námi í bifvélavirkjun og bifreiðasmíði á fimm önnum og námi í bílamálun á fjórum önnum. Nemendur eiga kost á að stunda nám til stúdentsprófs að nokkru leyti samhliða námi á bíltæknibrautum.

Lotutöflur á bíltæknibrautum vorönn 2020
 

6.1.2020