• Duglegir nemendur á AN

Framhaldsskólabraut

Framhaldsskólabraut er ætlað að koma til móts við þá nemendur sem ekki uppfylla inntökuskilyrði á aðrar námsbrautir skólans. Markmið náms á brautinni er að auka almenna þekkingu, leikni og hæfni nemandans og undirbúa hann þannig undir virka þátttöku í lýðræðislegu nútímasamfélagi og áframhaldani nám.

Leitast er við að laga nám á brautunum að þörfum hvers og eins bæði með vali á námsáföngum og verkefnum í hverjum áfanga. Notaðar eru fjölbreyttar aðferðir við mat á námi og leitast við að flétta saman nám og námsmat eins og kostur er. Lögð er áhersla á reglulega og markvissa endurgjöf til nemenda sem þeir geta nýtt sér til að ná betri árangri í námi. Sérstaða framhaldsskólabrautar er heils vetrar nám í bekkjarkerfi, tvær annir og fjórar tarnir. Þannig er náminu skipt niður í smærri námseiningar.

Gert er ráð fyrir að eftir fyrra námsár framhaldsskólabrautar muni stór hluti nemenda hefja nám á öðrum námsbrautum, innan Borgarholtsskóla eða í öðrum framhaldsskólum. Öðrum gefst kostur á að halda áfram námi á brautinni og útskrifast með framhaldsskólapróf að loknu seinna námsári. Framhaldsskólapróf er umsögn um almenna þekkingu, leikni og hæfni nemandans og nýtist honum t.d. við umsókn um áframhaldandi nám og í atvinnuleit. Á seinna námsári framhaldsskólabrautar fær nemandi tækifæri til að kynnast ýmsum námsbrautum innan skólans en höfuð áhersla er lögð á að koma á tengslum milli nemenda og atvinnulífs.

Framhaldsskólabraut (D í tveimur eða fleiri kjarnagreinum)

Haustönn
Vorönn
ENS1U05
ENS1A05
ÍSL1U05ÍSL1A05
STÆ1U05
STÆ1A05
LKN1A05
RAV1A05
UTN2A05
TJÁ1A02
LÍL1A02
LÍL1B01

Val 5 ein.
23 tímar á viku
23 tímar á viku

Framhaldsskólabraut – bóknám – listnám – verknám (D í einni kjarnagrein)

 Haustönn Vorönn - bóknám
 Vorönn - listnám
 Vorönn - verknám
ÍSL1A05
ENS2A05
ÍSL2A05
ENS2A05
ENS1A05
ÍSL2A05
STÆ1A05
MAG2A05 *
STÆ1U05
STÆ1A05
SJL1A05PLV1A05*
DAN1A05* / SJL1A05* / LSU1A05*
FÉL1A05* / VAL 5e*
LEI1A05*
LKN1B02
LKN1A03
LKN1B02
LKN1B02
LÍL1B01
TJÁ1A02
LÍL1B01
LÍL1B01

LÍL1A0225 tímar á viku
25 tímar á viku
25 tímar á viku
25 tímar á viku
* Nemendur blandast inn í hópa utan framhaldsskólabrautar. Nemendur sem standa sig vel á haustönn eiga á vorönn kost á að taka þriðja áfangann á þeirri braut sem þeir stefna á.

18.4.2018