Afrekið

Nemendur á afreksíþróttasviði haust 2017Borgarholtsskóli býður  upp á afreksíþróttasvið í  öllum íþróttum innan ÍSÍ. Boðið er upp á sérstakar tækniæfingar í knattspyrnu, körfuknattleik, handbolta, fimleikum, golfi, borðtennis og íshokkí.  Eins býðst nemendum að stunda einstaklingsíþróttir á afreksíþróttasviði.  Boðið er upp á sérsniðna dagskrá sem hentar þeim vel sem æfa mikið og vilja gott aðhald og fræðslu. Nemendur á afreksíþróttasviði geta stundað nám á hvaða bóknámsbraut skólans sem er (félags- og hugvísindabraut, náttúrufræðibraut eða viðskipta- og hagfræðibraut). Einnig er hægt að stunda nám á afreksíþróttasviði samhliða öðru námi við skólann í samráði við viðkomandi sviðsstjóra.

Brautarlýsingar - bóknám á afrekssviði

Félags- og hugvísindabraut  - FHU(A)
Náttúrufræðibraut - NÁF(A)
Viðskipta- og frumkvöðlabraut - VFB(A)

Afreksíþróttasvið er fyrir nemendur sem vilja stunda sína íþrótt með álagi afreksmanna samhliða bóknámi.

Alls eru 30 einingar á afreksíþróttasviði. Nemendur ljúka 5 einingum á önn í íþróttagrein sinni.  Námið stendur yfir í 6 annir eða 3 ár og útskrifast nemandi með stúdentspróf af bóknámssviði auk útskriftar af afreksíþróttasviði.

Afreksáfangar koma í stað 6 eininga í íþróttum og 10 valeininga sem tilheyra hefðbundnum stúdetnsprófsbrautum.

Nemandi á afrekssviði tekur alla áfanga þeirrar bóknámsbrautar sem hann er skráður á fyrir utan 14 einingar af kjörsviði. Eru þær einingar nýttar til sérhæfingar í viðkomandi íþróttagrein. Að auki nýtir hann frjálst val sitt (10 einingar) og hinar hefðbundnu einingar fyrir líkams- og heilsurækt (6 einingar), samtals 30 einingar.

Vefur afreksíþróttasviðs
Fréttabréf afreksíþróttasviðs

Kröfur til nemenda

  • Að hafa stundað íþrótt sína í nokkur ár og vera virkur iðkandi í íþróttafélagi.
  • Að hafa staðist grunnskólapróf
  • Vera vímuefnalaus íþróttamaður/íþróttakona.
  • Geta tileinkað sér hugarfar og lífsstíl afreksíþrótta.
  • Standast eðlilega námsframvindu og ljúka u.þ.b. 33 - 36 einingum á önn.
  • Gerð er krafa að nemendur hafi a.m.k. 95% skólasókn í öllum námsgreinum.


Efnisgjald fyrir afreksíþróttasvið verður innheimt sérstaklega til viðbótar við önnur skólagjöld og er það kr. 40.000 á önn.

Frábær kennsluaðstaða:

  • Egilshöll
  • íþróttahúsið Dalhúsum
  • Korpúlfsstaðir - Básar


Umsókn

Nemendur sækja um skólavist á bóknámsbraut rafrænt. Einnig þarf að sækja sérstaklega um á umsóknareyðublaði fyrir afreksíþróttasvið og skila því ásamt meðmælabréfi rafrænt á bhs@bhs.is eða sveinn@bhs.is .

Allar nánari upplýsingar veitir
Sveinn Þorgeirsson
Verkefnisstjóri afreksíþrótta BHS
Sími 697 5098 sveinn@bhs.is

 

1.4.2020