Afrekið

Nemendur afreksíþróttasviðs skólaárið 2019-2020Borgarholtsskóli býður upp á afreksíþróttasvið fyrir alla nemendur sem stunda skipulagðar keppnisíþróttir undir handleiðslu þjálfara. Námið er að mestu verklegt þar sem boðið er upp á sérstakar tækniæfingar í völdum íþróttagreinum þar sem fjöldi og aðstæður leyfa (fótbolti, handbolti, golf og íshokkí svo dæmi séu tekin). Nemendur úr öðrum íþróttagreinum fá líkamlegar styrk- og þolæfingar ásamt sérstaklega smíðuðum verkefnum og utanumhald. Á sviðinu fer einnig fram skipulögð bókleg kennsla þar sem farið er í grunnstoðir árangurs í íþróttum; líkamlega og sálfræna þjálfun, svefn og næringu ásamt félagslegum þáttum.

Kennsla fer öll fram innan skóladagsins við frábærar aðstæður í Egilshöll (verklegt) og Borgarholtsskóla (bóklegt). Nemendum bjóðast tækifæri til að vinna margvísleg hagnýt verkefni sem nýtast þeim sem nemendum jafnt sem íþróttinni sem þeir stunda. Markmið afreksíþróttasviðs er að bjóða upp á nám sem styður við þarfir íþróttafólks á framhaldsskólastigi. Í því felst æfingar á skólatíma, sveigjanleika til ástundunar keppni og æfinga með félagsliði og landsliðum, faglegan stuðning og þjónustu við nemendur. 

Nemendur á afreksíþróttasviði geta stundað nám á hvaða námsbraut skólans sem er. Nám á bóknámsbrautum fer vel saman við afreksíþróttasvið (félags- og hugvísindabraut, náttúrufræðibraut eða viðskipta- og frumkvöðlabraut). Aðrar námsbrautir eru í boði samhliða og námsframvindan sniðin að ferli hvers og eins í samráði við viðkomandi sviðsstjóra

Brautarlýsingar - bóknám á afrekssviði

Félags- og hugvísindabraut  - FHU(A)
Náttúrufræðibraut - NÁF(A)
Viðskipta- og frumkvöðlabraut - VFB(A)

Alls eru 30 einingar á afreksíþróttasviði. Nemendur ljúka 5 einingum á önn í íþróttagrein sinni og sviðið samanstendur af 6 áföngum.

Nemandi á afreksíþróttasviði tekur alla áfanga þeirrar bóknámsbrautar sem hann er skráður á fyrir utan 14 einingar af kjörsviði sem falla undir afreksíþróttasvið. Nemandi nýtir að auki frjálst val sitt (10 einingar) og hinar hefðbundnu einingar fyrir líkams- og heilsurækt (6 einingar), samtals 30 einingar.

Vefur afreksíþróttasviðs
Fréttabréf afreksíþróttasviðs

Kröfur til nemenda á afreksíþróttasviði 

  • Að hafa staðist grunnskólapróf og að hljóta inngöngu í nám í Borgarholtsskóla
  • Að hafa stundað íþrótt sína í nokkur ár og vera virkur iðkandi í íþróttafélagi.
  • Vera vímuefnalaus íþróttamaður/íþróttakona.
  • Gerð er krafa að nemendur hafi 85% skólasókn í öllum námsgreinum.
  • Nemandi þarf að ná tilteknum námsárangri, sjá sérákvæði úr skólareglum hér neðar.

Sérákvæði vegna afreksíþróttasviðs í skólareglum Borgarholtsskóla

Gerð er ríkari krafa um mætingu, ástundun og framvindu nemenda á afrekssviði. Nemandi fyrirgerir rétti sínum til náms á afrekssviði við eftirfarandi:

  • Nemandi fer undir 85% mætingarhlutfall á önn.
  • Nemandi nær ekki lágmarkseinkunn 5 í afreksíþróttasviðsáfanga.
  • Nemandi nær ekki lágmarkseinkunn 5 í tveimur eða fleiri af þeim áföngum sem viðkomandi var skráður í við upphaf annar. Úrsögn jafngildir falli.
  • Nemandi gerist uppvís að broti á lífsstílssamningi afrekssviðs sem hann skrifaði undir í upphafi námstíma.

Nemandi sem fyrirgerir rétti sínum til náms á afrekssviði getur þó haldið áfram námi á þeirri braut sem hann er skráður á standist hann skólareglur að öðru leyti.


Efnisgjald fyrir afreksíþróttasvið verður innheimt sérstaklega til viðbótar við önnur skólagjöld og er það kr. 40.000 fyrir önn.


Umsókn

Nemendur sækja um skólavist á bóknámsbraut rafrænt í gegnum Menntagátt (vefur Menntamálastofnunar). Einnig þarf að sækja sérstaklega um á umsóknareyðublaði fyrir afreksíþróttasvið fyrir auglýstan frest hverju sinni.

Allar nánari upplýsingar veitir
Sveinn Þorgeirsson
Verkefnisstjóri afreksíþróttasviðs
Tölvupóstur: sveinn.thorgeirsson@borgo.is

 

9.8.2021