Afrekið

Nemendur afreksíþróttasviðs skólaárið 2019-2020Borgarholtsskóli býður upp á afreksíþróttasvið fyrir alla nemendur sem stunda íþróttir viðurkenndar af ÍSÍ. Boðið er upp á sérstakar tækniæfingar í völdum íþróttagreinum þar sem fjöldi og aðstæður leyfa (fótbolti, handbolti, golf, íshokkí og körfubolti svo dæmi séu tekin). Fyrir nemendur sem stunda íþróttir sem ekki er unnt að bjóða upp á sérstakar tækniæfingar fyrir er boðið upp á sérsniðin verkefni og utanumhald.

Kennsla fer öll fram innan skóladagsins við frábærar aðstæður í Egilshöll (verklegt) og Borgarholtsskóla (bóklegt). Nemendum bjóðast tækifæri til að vinna margvísleg hagnýt verkefni sem nýtast þeim sem nemendum jafnt sem íþróttinni sem þeir stunda. Markmið afreksíþróttasviðs er að bjóða upp á frábæran stuðning, sveigjanleika og þjónustu fyrir nemendur.

Nemendur á afreksíþróttasviði geta stundað nám á hvaða námsbraut skólans sem er. Nám á bóknámsbrautum fer vel saman við afreksíþróttasvið (félags- og hugvísindabraut, náttúrufræðibraut eða viðskipta- og frumkvöðlabraut). Aðrar námsbrautir eru í boði samhliða og námsframvindan sniðin að ferli hvers og eins í samráði við viðkomandi sviðsstjóra

Brautarlýsingar - bóknám á afrekssviði

Félags- og hugvísindabraut  - FHU(A)
Náttúrufræðibraut - NÁF(A)
Viðskipta- og frumkvöðlabraut - VFB(A)

Alls eru 30 einingar á afreksíþróttasviði. Nemendur ljúka 5 einingum á önn í íþróttagrein sinni og sviðið samanstendur af 6 áföngum.

Nemandi á afreksíþróttasviði tekur alla áfanga þeirrar bóknámsbrautar sem hann er skráður á fyrir utan 14 einingar af kjörsviði sem falla undir afreksíþróttasvið. Nemandi nýtir að auki frjálst val sitt (10 einingar) og hinar hefðbundnu einingar fyrir líkams- og heilsurækt (6 einingar), samtals 30 einingar.

Vefur afreksíþróttasviðs
Fréttabréf afreksíþróttasviðs

Kröfur til nemenda

  • Að hafa staðist grunnskólapróf og að hljóta inngöngu í nám í Borgarholtsskóla
  • Að hafa stundað íþrótt sína (samþykkta af ÍSÍ) í nokkur ár og vera virkur iðkandi í íþróttafélagi.
  • Vera vímuefnalaus íþróttamaður/íþróttakona.
  • Gerð er krafa að nemendur hafi a.m.k. 95% skólasókn í öllum námsgreinum.
Allir  nemendur á afreksíþróttasviði skrifa undir lífstílssamning .


Efnisgjald fyrir afreksíþróttasvið verður innheimt sérstaklega til viðbótar við önnur skólagjöld og er það kr. 40.000 á önn.

Frábær kennsluaðstaða:

  • Egilshöll
  • Korpúlfsstaðir - Básar

nafn og tengiliðaupplýsingar við meðmælanda


Umsókn

Nemendur sækja um skólavist á bóknámsbraut rafrænt. Einnig þarf að sækja sérstaklega um á umsóknareyðublaði fyrir afreksíþróttasvið og skila því ásamt upplýsingum um meðmælendur rafrænt á borgo@borgo.is eða sveinn.thorgeirsson@borgo.is .

Allar nánari upplýsingar veitir
Sveinn Þorgeirsson
Verkefnisstjóri afreksíþrótta BHS
Tölvupóstur: sveinn.thorgeirsson@borgo.is

 

14.04.2021