
Námið
Brautarlýsingar
Nemendur geta sótt um nám á afreksíþróttasviði sem hluta af námi til stúdentsprófs á bóknámsbrautum. Einingar afrekssviðs nýtast að fullu upp í einingafjölda til stúdentsprófs.
Félags- og hugvísindabraut – afreksíþróttasvið – FHU(A)
Náttúrufræðibraut – afreksíþróttasvið – NÁF(A)
Viðskipta- og frumkvöðlabraut – afreksíþróttasvið – VFB(A)
Alls eru 30 einingar á afreksíþróttasviði. Nemendur ljúka 5 einingum á önn í íþróttagrein sinni og sviðið samanstendur af 6 áföngum.
Nemandi á afreksíþróttasviði tekur alla áfanga þeirrar bóknámsbrautar sem hann er skráður á fyrir utan 14 einingar af kjörsviði sem falla undir afreksíþróttasvið. Nemandi nýtir að auki frjálst val sitt (10 einingar) og hinar hefðbundnu einingar fyrir líkams- og heilsurækt (6 einingar), samtals 30 einingar.
Óski nemandi af öðrum brautum eftir því að stunda nám á afreksíþróttasviði samhliða sinni braut, er sótt um það í samráði við viðkomandi sviðsstjóra og verkefnisstjóra afrekssviðs. Einingar eru að mestu viðbót við einingafjölda viðkomandi brautar. Hins vegar nýtast þær í stað íþróttaeininga, í frjálst val eða sem valeiningar í viðbótarnámi til stúdentsprófs eftir iðn- og starfsnám.
Líkamleg próf
Í lok hverrar annar fara fram líkamleg próf sem gilda til lokaeinkunnar í áfanganum hjá okkur. Hér að neðan er hægt að sjá nemendur framkvæma prófin í stuttu myndskeiði.
Uppfært: 23/02/2023