Líf í borgarholtsskóla

Landsliðsstyrkur

Nemendur sem hafa verið valdir til þátttöku í landsliðsverkefnum erlendis á vegum sérsambanda ÍSÍ eða sambærilegra erlendra sérsambanda geta sótt um styrk. Landsliðsstyrkirnir voru fyrst afhentir haustið 2014.

Reglur afreksíþróttasviðs um veitingu landsliðsstyrks

Landsliðsstyrkur afreksíþróttasviðs Borgarholtsskóla er veittur tvisvar á ári þeim nemendum sem uppfylla neðangreind skilyrði.

  • Nemandi hefur áunnið sér styrk með því að hafa verið valin/-n til þátttöku í landsliðsverkefnum erlendis á vegum sérsambanda ÍSÍ eða sambærilegra erlendra sérsambanda. Styrkþegar skulu stunda nám við Borgarholtsskóla og vera skráðir í afreksíþróttasviðsáfanga á þeirri önn sem landsliðsverkefnið fer fram. Skilyrði til að hljóta styrk er að nemandi hafi uppfyllt samning sinn við afreksíþróttasviðið að fullu.
  • Styrktímabil skiptast sem hér segir:
    1. Vegna vorannar – afhending styrkja fer fram í maí.
    2. Vegna haustannar – afhending styrkja fer fram í janúar.
  • Til að koma til greina sem styrkþegi skal nemandi skila inn eftirfarandi gögnum:
    1. Staðfestingu á vali í landsliðshóp.
    2. Afriti af flugmiða.
    3. Umsókn sem fer fram rafrænt á sérstöku eyðublaði.
  • Einungis er veittur einn styrkur á hvern nemanda á önn, þótt nemandi hafi tekið þátt í fleiri verkefnum sem uppfylla ofangreind skilyrði.

Upphæð styrks getur numið allt að kr. 25.000,-.
Samanlögð hámarksupphæð styrkja á hverri önn er kr. 500.000,-

Uppfært: 09/03/2023