Áfangar og námsáætlanir

CNC103

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
CNC103 Tölvustýrðar vélar

Markmið

Að loknu námi í áfanganum á nemandi að þekkja:
• hnitakerfið, Cartesian og pólar
• gang tölvustýrðra véla
• hegðun x-y-z ása
• mælinga- og aflestrarkerfi sem notuð eru við tölvustýrðar vélar
• mismun á ISO- og díalóg-forritum
• mun á G- og M-skipunum
• mismun forrita fyrir ýmsar gerðir tölvustýrðra véla (blikksmíðavélar, fræsivélar, skurðarvélar, o.fl.)
• flutning og geymslu gagna
• öryggismál og umgengni við tölvustýrðar vélar

Að loknu námi í áfanganum á nemandi að geta:
• forritað einfalt ISO-forrit
• valið verkfæri, skurðarhraða / snúningshraða og færslur
• stillt núllpunkta fyrir tölvustýrðar vélar
• sett upp verkfæri
• leiðrétt mælingar
• valið uppstillingar
• sótt forrit og sent inn á einmenningstölvu

Námsfyrirkomulag

Nemendur öðlast grunnþekkingu á virkni og notkun tölvustýrðra iðnaðarvéla. Þeir kynnast öllum öryggisatriðum í umgengni við slíkar vélar. Nemendur geta smíðað grip samkvæmt teikningu í tölvustýrðri iðnaðarvél (rennibekk, fræsivél, skurðarvél, suðuþjark eða beygjuvél).

Námsáætlun