Áfangar og námsáætlanir

AVV203

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
AVV203 Aflvélavirkjun

Kennsla

 

Undanfari

137

Undanfari nánar

 

Samhliða áfangi

 

Æskileg námsönn

2.

Markmið

Að loknu námi í áfanganum á nemandi að þekkja:

•virkni og vinnureglu brunahreyfla

•vinnulag eldsneytiskerfa, ottohreyfla og dísilhreyfla

•hvernig meta skal ástand helstu slitflata hreyfils samkvæmt upplýsingum framleiðanda úr viðgerðarbók

•helstu rafkerfi og búnað tilheyrandi hreyflum og þær varúðarreglur sem virða þarf vegna notkunar og viðhalds þessa búnaðar


Að loknu námi í áfanganum á nemandi að geta:

•metið ástand brunahreyfla með þjöppumælingu og mælingu á smurolíuþrýstingi

•sinnt einfaldri umhirðu eldsneytiskerfa

•mælt slit á vélbúnaði, skipt um strokkloksþétti, tímakambás, stillt ventla, tímastillt kveikju og gert einfaldar gangstillingar

•gert við einfalda raflögn í rafkerfi ökutækis

Námsfyrirkomulag

Nemendur læra að þekkja meðferð verkfæra, mælitækja, verkstæðisbúnaðar og notkun upplýsingagagna. Þeir kynnast grundvallaratriðum í viðhaldi brunahreyfla, kerfa þeirra og tilheyrandi vélbúnaðar. Þeir fá innsýn í rafkerfi ökutækja.

Námsmat

 

Námsáætlun