Áfangar og námsáætlanir

AVV103

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
AVV103 Aflvélavirkjun

Kennsla

Undanfari

Undanfari nánar

Samhliða áfangi

Æskileg námsönn

1.

Markmið

Að loknu námi í áfanganum á nemandi að þekkja:

•nöfn algengra verkfæra og mælitækja, beitingu, meðferð og hirðingu þeirra

•aðferðir við tengingu á rafmagnsvírum og lóðningu

•hættur samfara vinnu við vélar og á vinnustað þar sem vélar eru meðhöndlaðar

•vinnuhringi brunahreyfla, fjórgengis- og tvígengis hreyfla

•virkni og viðhald eldsneytis-, kæli- og smurolíukerfa


Að loknu námi í áfanganum á nemandi að geta:

•sýnt að hann hagi störfum sínum þannig að ekki stafi hætta af fyrir hann eða aðra

•gert verklegar æfingar sem reyna á þætti áfangans

Námsfyrirkomulag

Nemendur öðlast færni í beytingu verkfæra við almenna vélavinnu og tileinki sér mælitækni með rennimáli og míkrometer. Þeir tileinka sér frágang og tengingar á rafmagnsvírum. Nemendur öðlast þekkingu á brunahreyflum, þekki vinnuhring dísil- og ottómótora. Þeir þekki þau kerfi sem tengd eru brunahreyflum; eldsneytiskerfi, kælikerfi, smurolíukerfi og rafkerfi. Þeir þekki alla helstu vélarhluti brunahreyfla, tilgang þeirra og virkni. Kynnast aðferðum til að meta afköst og nýtingu aflvéla og þekkja forsendur fyrir góðri endingu véla. Nemendur þekkja tilgang og verkun gíra og annars algengs búnaðar til aflyfirfærslu.

Námsmat

Námsáætlun