Áfangar og námsáætlanir

VUM103

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
VUM103 Vinna, umhverfi og öryggi

Kennsla

Lýsing

Í áfanganum er fjallað um starfsumhverfi og vinnuvernd starfsfólks í umönnunar-, uppeldis- og tómstundagreinum. Fjallað er um grundvallaratriði sjálfbærrar þróunar, m.a. jöfnuð innan og milli kynslóða og virðingu fyrir umhverfinu, og hvernig sjálfbærni tengist störfum á þessu sviði.Gerð er grein fyrir uppbyggingu og þróun velferðarkerfisins og vinnumarkaðarins með áherslu á almannatryggingar og lífeyriskerfið. Sérstök áhersla er lögð á forvarnastarf sem tengist vinnustöðum og vinnuaðstæðum þannig að aðstæður ógni ekki heilbrigði og öryggi starfsfólks. Í því sambandi er fjallað um félagslegt og andlegt vinnuumhverfi og rétta líkamsbeitingu. Jafnframt er farið yfir viðbrögð við starfstengdu ofbeldi og umgengni við ofbeldishneigða einstaklinga. Nemendur læra gerð áhættumats og notkun þess í vinnuverndarstarfi.

Markmið

Nemandi:

  • Þekki hvað felst í sjálfbærni og sjálfbærri þróun.
  • Geti tengt saman sjálfbærni og dagleg störf félagsliða.
  • Kunni skil á hlutverki og uppbyggingu velferðarsamfélagsins.
  • Þekki skipulag vinnumarkaðarins og starfsemi stéttarfélaga.
  • Þekki lög og reglur um vinnumarkað og vinnuvernd.
  • Þekki helstu tegundir vinnuslysa og starfstengt álag í störfum félagsliða.
  • Geti notað rétta líkamsbeitingu og hjálpartæki við mismunandi verk.
  • Þekki og geti unnið gegn starfstengdu ofbeldi og kulnun í starfi.
  • Geti gert áhættumat fyrir einstaka starfsmenn og vinnustaði.

Námsáætlun