Áfangar og námsáætlanir

KYN103

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
KYN103 Kynjafræði

Markmið

Þekking: Hugtök jafnréttismála. Þekking á birtingarmyndum kynjaskekkjunar í nær og fjær samfélagi nemanda.
Leikni: Að nemandi geti beitt hugtökum kynjafræðinnar á ólíkar aðstæður. Að meta jafnrétti útfrá menningarlegum gildum samfélagsins. Að nemandi geti rýnt í poppmenninguna og áttað sig á stöðu kynjanna eins og hún birtist þar.
Hæfni: Nemandi hafi hæfni til að skilja helstu orsakir kynjaskekkjunnar samkvæmt hugmyndum kynjafræðinnar. Að nemandi geti tengt menningu samfélagsins, gildi og verðmæti við eigið líf

.

Lýsing

Kynja- og jafnréttisfræðsla. Birtingarmyndir kynjaskekkjunnar skoðaðar og greindar. Lögð er áhersla á lýðræðislega nálgun í kennslunni, nemendur koma með hugmyndir að efni sem tekið er fyrir. Tjáning nemenda og umræða er rauður þráður í öllu náminu.

Námsáætlun