Áfangar og námsáætlanir

FTL203

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
FTL203 Fötlun og samfélag

Lýsing

Fjallað verður um þróun málefna fatlaðra í sögulegu ljósi og um mismunandi hugmyndafræði að baki þjónustunnar. Einnig um lagalegan og siðferðilegan rétt fólks með fötlun til þjónustu s.s. menntunar, búsetu og atvinnuþátttöku.

Markmið

Að nemendur

  • þekki ríkjandi hugmyndafræði um stöðu og réttindi fólks með fötlun
  • þekki gildandi lög um þjónustu við fólk með fötlun
  • skoði þróun laganna og hugmyndafræðinnar í sögulegu ljósi
  • kynnist umræðu fræðimanna um samfélag án aðgreiningar og um blöndun
  • öðlist aukinn skilning á hugtökum, s.s. réttindi, skyldur, sjálfstætt líf og valdefling
  • þekki almenna þjónustu sem ríki og sveitarfélög og hagsmunasamtök veita
  • skoði sín eigin viðhorf til fólks með fötlun og endurmeti þau
  • geti aðstoðað einstaklinga við að leita réttar síns og nýta þessa þjónustu

Námsáætlun