Áfangar og námsáætlanir

ÍSL633

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
ÍSL633 Íslenska

Mál og menningarheimur barna og ungmenna

Undanfari nánar

15 eininga kjarni í íslensku

Markmið

  • Að nemendur
  • þekki sögu íslenskra barnabókmennta.
  • lesi barnabækur fyrir mismunandi aldurshópa, læri að meta þær og geti skilgreint þær út frá gildi þeirra með þarfir og þroska lesenda í huga.
  • þekki helstu skrefin í máltöku barna.
  • lesi fræðigreinar um mál- og menningarheim barna.

Námsfyrirkomulag

Í áfanganum kynnast nemendur sögu og þróun íslenskra barna- og unglingabókmennta. Þeir flytja fyrirlestra um höfunda frá mismunandi tímum og lesa bækur eftir þá, fræðast um mál og menningarheim barna: máltöku barna og málþroska. Nemendur lesa og fjalla um bækur og kvikmyndir fyrir mismunandi aldurshópa. Fá þjálfun í lestri fræðigreina um efnið og gera grein fyrir reynslu sinni munnlega og skriflega.

Námsáætlun