Áfangar og námsáætlanir

ÍSL212

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
ÍSL212 Íslenska

Markmið

Að nemendur
• þekki helstu atriði í heimssögu norrænnar goðafræði og kannist við helstu goð norrænna manna og hlutverk þeirra.
• þekki sögu íslenskrar tungu frá upphafi til okkar daga, helstu einkenni hennar og tengsl við önnur tungumál.
• þjálfist í ritun bókmenntaritgerða
• læri að byggja upp heimildaritgerð og kynnist helstu aðferðum við meðferð heimilda í ritgerðasmíð.
• þjálfist í notkun tölvutækni við frágang texta.

Námsfyrirkomulag

Lesin er goðafræði, íslensk málsaga og kjörbók og skrifuð bókmenntaritgerð og heimildaritgerð. Í tengslum við goðafræði eru unnin margvísleg einstaklings- og hópverkefni. Í málsögu eru fjölbreytt verkefni unnin og lögð áhersla á að nemendur tengi fræðsluna við samtíma sinn m.a. íslenska nafnsiði, mállýskur, íslenska málstefnu og verði læsari á fornan og nýjan bókmenntaarf og sögu. Skrifuð er stutt ritgerð um kjörbók og áhersla lögð á byggingu ritgerðarinnar, málfar og sjálfstæð efnistök. Nemendur kynna kjörbók sína í kennslustund. Við ritun heimildaritgerðar er fjallað um meðferð heimilda, byggingu, mál og stíl og frágang. Nemendur skoði sýningar tengdar efni áfangans eftir því sem tilefni gefast til.

Námsáætlun