Áfangar og námsáætlanir

STÆ533

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
STÆ533 Stærðfræði

Fylki og línuleg bestun

Undanfari

Stæ303

 

Markmið

Að nemendur

  • kunni helstu aðgerðir fyljareiknings s.s samlagningu, margföldun og geti nýtt við lausn hagnýtra verkefna
  • geti fundið ákveður
  • geti fundið andhverfur 2x2 og 3x3 fylkja
  • kunni Gauss Jordan eyðingu
  • geti leyst jöfnuhneppi með nokkrum aðferðum
  • kunni Cramers reglu við lausn jöfnuhneppa
  • geti leyst ójöfnuhneppi og geti nýtt það við lausnir hagnýtra verkefna.

 

Námsfyrirkomulag

Kennsla verður með hefðbundnum hætti. Kennari leggur námsefni inn og reiknar á töflu þau dæmi sem dæmigerð geta talist. Áhersla verður lögð á að gefa nemendum tækifæri til að reikna í tímum þannig að færi gefist til spurninga. Námsmat er byggt á vinnu nemenda yfir önnina, bæði heimaverkefnum og hlutaprófum. Tekið verður tillit til þess hvort nemendur hafa tileinkað sér ásættanleg og fagleg vinnubrögð. Einnig er byggt á skriflegu lokaprófi.

Námsáætlun