Áfangar og námsáætlanir

SÁL103

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
SÁL103 Almenn sálfræði

Áfangaheiti

Almenn sálfræði


Markmið 

Að nemandinn

 •  þekki helstu stefnur og rannsóknaraðferðir sálfræðinnar í sögulegu samhengi
 • fái innsýni í fjölbreytileika sálfræðinnar, þekki helstu starfssvið sálfræðinga og átti sig á hvernig sálfræði nýtist í daglegu lífi og við meðferð
 •  fái ágrip af sögu sálfræðinnar og þekki helstu stefnur og rannsóknaraðferðir hennar
 • þjálfist í vísindalegri hugsun og vinnubrögðum, m.a. með því að gera sálfræðilegar tilraunir og skrifa skýrslur um þær
 • kynnist helstu hugtökum tölfræðinnar sem er mikilvæg hjálpargrein sálfræðinnar
 • kynnist heilanum og starfsemi taugakerfisins og hvernig þetta tengist andlegri líðan
 • kynnist helstu geðröskunum og kenningum um þær
 • átti sig á því hvernig hægt er að nota klassíska og virka skilyrðingu til að skýra hegðun
 • átti sig á hagnýtu gildi sálfræðinnar við nám, uppeldi og mótun hegðunar
 • fái innsýn í þætti sem hafa áhrif á nám, námserfiðleika, minni og skynjun og þar af leiðandi einnig á hegðun fólks
 • kynnist hugrænni sálfræði og þekki helstu rannsóknarsvið hennar, s.s. minni, skynjun, athygli, vitund o.fl.


Námslýsing, efnisatriði og kennsluhættir

Fjallað er um viðfangsefni, aðferðir og stefnur sálfræðinnar í sögulegu samhengi. Sálfræðistefnur kynntar svo og aðferðafræði, vísindaleg vinnubrögð, viðfangsefni sálfræðinnar, námssálfræði, minni, minniskerfi, hugrænt nám, geðröskun, klassísk skilyrðing, virk skilyrðing, hegðun, hugsun, tilfinningar, atferli, tilraunir, tölfræði, rannsóknaraðferðir.Vísindaleg vinnubrögð kynnt, bóklega og verklega. Síðan er námssálarfræði til umfjöllunar bæði á fræðilegan og hagnýtan hátt; minni, minniskerfin þrjú, minnistækni og ýmsar tegundir náms, einkum skilyrðingar, en einnig hugrænt nám. Sértæk námsvandamál eru kynnt. Sérstakur gaumur er gefinn að hagnýtingu námssálarfræðinnar við ýmsa þætti auk námsins, svo sem við samskipti, líkamstjáningu, mótun hegðunar og fælni. Nemendur kynnast leiðum sálfræðinnar til að fást við vandamál daglegs lífs. Námið er bæði bóklegt og verklegt, verkefnavinna, krossapróf og áhersla lögð á virkni nemenda. Verkefni unnin úr aðferðafræði og tölfræði.

Námsáætlun