Áfangar og námsáætlanir

SÁL203

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
SÁL203 Sálfræði

Undanfari:

SÁL103

Námslýsing:

Kynning á þroskasálfræði og hugtökum hennar og helstu álitamálum. Helstu kenningar kynntar. Fjallað um alhliða þroskaferil frá getnaði til gelgjuskeiðs, einkum líkams- og hreyfiþroska, vitsmunaþroska, persónuleika- og málþroska. Einkum er fjallað um eðlilegan þroska en einnig lítillega um frávik og orsakir þeirra. Stiklað er á stóru varðandi þroskaferil frá kynþroska að elliárum. Álitamál eins og barneignir táninga, fóstureyðingar og fleira verða tekin fyrir. Mótunaráhrif fjölskyldu rædd og nemendur hvattir til að skoða sig og fjölskyldur sínar “utan frá” og reyna að greina þá þætti sem móta þá sjálfa og samskiptin í fjölskyldunni. Litið er á mótun kynhegðunar í gegnum samskipti við jafnaldra. Ýmis vandamál barna og unglinga (til dæmis geðræn, tilfinningaleg, líkamleg og náms- og hegðunarvandamál) skoðuð. Streituviðbrögð rædd í tengslum við sjúkrahúsinnlögn, ástvinamissi, skilnaði og fleira. Nemendur vinna einstaklingsverkefni og skila ítarlegri skýrslu um niðurstöður sínar. Auk þess undirbúa þeir og flytja tveir til þrír saman fyrirlestur um efni valið af þeim og afmarkað af kennara.

Markmið:

Nemandi

 • öðlist innsýn í viðfangsefni, rannsóknaraðferðir og helstu álitamál þroskasálfræðinnar
 • þekki hvaða rannsóknaraðferðir eru mest notaðar í þroskasálfræði, galla þeirra og kosti, til að nálgast örugga vitneskju um það sem víkur að þroska barna
 • verði fær um að lesa og túlka rannsóknarniðurstöður og meta hvort niðurstöður séu ábyggilegar eða ekki
 • þekki hugmyndir sem hafa haft mest áhrif á framvindu greinarinnar, a.m.k. hugmyndir sálkönnunar, atferlisstefnu og Piaget, og geri sér grein fyrir hvernig áhrif þeirra birtast í leikskólum, skólaskipulagi og viðhorfum í þjóðfélaginu
 • þekki alhliða þroksaferli barna, svo sem vitsmunaþroska, líkamsþroska, málþroska, persónuleikaþroska og siðgæðisþroska
 • skilji að hugsun barna er eðlisólík hugsun fullorðinna
 • átti sig á mikilvægi bæði líkamlegrar og andlegrar umönnunar og örvunnar fyrir þroska barnsins
 • verði fær um að leita upplýsinga með fjölbreyttum hætti með rannsóknum, í bókum, á Netinu, í tímaritum og með viðtölum ivð sérfræðinga og aðra
 • fái þjálfun í að kynna verkefni fyrir framan hóp og geti tekið á móti gagnrýni og metið verkefni annarra á gagnrýninn en jákvæðan hátt
 • skilji og geti gert grein fyrir mikilvægi fjölskyldunnar sem mótunarafls fyrir einstaklinginn
 • öðlist innsýn í hvað mótar kynhegðun
 • þekki nokkrar aðferðir og hugmyndir um árangursrík samskipti og hvernig jafna má ágreining á árangursríkan hátt
 • þekki helstu áfanga á ævilöngum þroskaferli fólks
 • þekki til ýmissa vandamála sökum uppeldisaðstæðna, sjúkdóma eða fötlunar
 • þekki merki andlegrar vanlíðunar hjá börnum á mismunandi aldri og fjalli um hvernig heppilegast er að bregðast við barni sem á í erfiðleikum

Efnisatriði:
Viðhorf til bernsku, þroskahugtakið, fyrstu þroskasálfræðingarnir, rannsóknaraðferðir í þroskasálfræði, kenningar um þroska, líkamsþroskinn, þroski barna og unglinga, sálræn vandamál barna og unglinga, kynmótun, ástin,hjónabandið, greindarþroski, máltaka, tilfinningar, persónuleiki, vitsmunaþroski, siðgæðisþroski.

Kennsluhættir:
Kennsla byggir að hluta til á fyrirlestrum en gerð er krafa um virka þátttöku nemenda í tímum, meðal annars í umræðum, hópverkefnum og verkefnavinnu.

Námsáætlun