Áfangar og námsáætlanir

FÉL343

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
FÉL343 Félagsfræði og kvikmyndir

Undanfari: FÉL203.

Lögð er áhersla að greina kvikmyndir út frá félagsfræðilegu sjónarhorni. Kvikmyndir, ásamt auglýsingum, eru sennilega áhrifríkasti miðill nútímans. Í áfanganum er leitast við að greina þær ímyndir (t.d. á grundvelli kynja) og þau boð sem koma fyrir í kvikmyndum. Greining á kvikmynd er í raun ákveðin greining á samfélagi og menningu. Spurt er um eðli kvikmyndar og hvað vaki fyrir kvikmyndagerðarmönnum. Hver eru tengsl sendanda (höfundur) og viðtakenda (áhorfendur)? Í áfanganum er komið inn á mörg svið sem tilheyra fjölmiðlafræði, kvikmyndafræði, bókmenntafræði og félagsfræði. Útgangspunkturinn er þó alltaf hugtök og sjónarhorn í félagsfræði, sem notuð eru til að greina kvikmyndir og aðra sjónræna miðla í nútímanum.  Á önninni eru skoðaðar nokkrar kvikmyndir (5-7) yfir önnina og nemendur gera greiningu á þeim út frá hugtökum í félagsfræði. Áfanginn er með símati og án lokaprófs.

Námsáætlun