Áfangar og námsáætlanir

ÍSL503

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
ÍSL503 Íslenska

Bókmenntir frá 1900

Markmið

Að nemendur
• kynnist íslenskum 20. aldar bókmenntum.
• tileinki sér helstu bókmenntafræðihugtök
• þjálfist í lestri, greiningu og túlkun bókmennta
• þjálfist í munnlegri tjáningu

Námsfyrirkomulag

Í áfanganum er lesin 1 skáldsaga, gjarnan söguleg til að undirstrika tengsl bókmennta og samfélags. Auk þess lesa nemendur úrval ljóða, smásagna og brota úr skáldsögum í sýnisbók. Á textana beita nemendur greiningarhugtökum í bókmenntafræði og setja þá í samhengi við bókmenntasögu tímabilsins. Nemendur fara á leiksýningu og vinna verkefni í tengslum við hana. Skrifuð er heimildaritgerð í áfanganum og nemendum gefinn kostur á að skila uppkasti. Áhersla er lögð á munnlegan flutning verkefna, upplestur og umræður.

Námsáætlun