Áfangar og námsáætlanir

VIÐ113

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
VIÐ113 Markaðsfræði 1

Verslunarbraut og VH braut, kjörsvið

Markmið

Nemandi kynnist:
• þekki tilgang og hugmyndafræði markaðsfræðinnar
• geri sér grein fyrir þýðingu markaðsstarfs fyrir fyrirtæki og samfélag
• þekki helstu hugtök og hugmyndir varðandi vöru og vöruþróun
• þekki söluráða; vöru, verð, kynningu og dreifingu
• geri sér grein fyrir hvernig auka megi áhrif markaðssetningar með
• „réttu“ samvali söluráða
• geri sér grein fyrir mikilvægum þáttum í umhverfi fyrirtækja
• þekki til helstu samkeppnisforma og mikilvægustu atriða
• samkeppnisgreiningar
• geri sér grein fyrir mikilvægi þarfagreiningar og markaðshlutunar
• þekki helstu hugmyndir um kaupvenjur á neytendamarkaði og
• fyrirtækjamarkaði
• geri sér grein fyrir mikilvægi markaðsrannsókna
• þekki til aðferða sem beitt er við markaðsathuganir og hafi unnið
• verkefni á því sviði
• geri sér grein fyrir mikilvægi markaðsáætlana og þekki til mismunandi
• greiningartækja og vinnubragða við áætlanagerð
• þekki til siðfræðilegra álitamála sem varða markaðssetningu
• þekki til hugsanlegra neikvæðra afleiðinga sem markaðssetning getur
• haft fyrir einstaklinga og samfélag

Námsfyrirkomulag

Kynnt eru grunnhugtök og meginviðfangsefni markaðsfræðinnar. Áhersla er lögð á að auka skilning nemenda á gildi markaðsstarfs fyrir neytendur, fyrirtæki og samfélagið í heild. Leitast er við að nemendur tileinki sér markaðslega hugsun. Fjallað er um söluráða og samval þeirra við markaðssetningu. Kynnt eru fyrir nemendum helstu atriði er varða umhverfi fyrirtækja, markaðshlutun, markaðsrannsóknir, markaðsáætlanir og vinnubrögð við markaðssetningu. Æskilegt er að gefa nemendum kost á að kynnast vinnubrögðum í markaðssetningu með því að vinna að hagnýtu verkefni á því sviði. Markaðir, afstaða fyrirtækja til markaðarins, söluráðar; vara, verð, kynning og dreifing, umhverfi fyrirtækja, samkeppnisform, samkeppnisgreining, markaðshlutun, kaupvenjur, vöruþróun, líftími vöru, markaðssetning, markaðsrannsóknir, ímynd, markaðsáætlanir. Við námsmat getur hentað að beita skriflegum prófum ásamt einstaklings og hópverkefnum til að kanna skilning nemenda á námsefninu í samræmi við markmið áfangans. Lagt er til að vægi verkefna verði umtalsvert.

Námsáætlun