Áfangar og námsáætlanir

ÞRO103

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
ÞRO103 Þroskaþættir og hreyfing

Hreyfinám barna og unglinga, þroskaþættir, áætlanagerð, hreyfifærni og sérkennsla

Markmið

Að nemendur:
• Fái innsýn í mikilvægi hreyfináms hjá börnum á öllum aldri.
• Læri almennt um þroskaþætti mannsins, flokkun og samspil þeirra.
• Læri um þroska barna á leik-og grunnskólaaldri með sérstakri áherslu á hreyfiþroska og líkamsþroska.
• Þekki æskilegar áherslur í hreyfinámi hjá ólíkum aldurshópum barna.
• Upplifi gegnum eigin þátttöku hina fjölbreyttu möguleika sem felast í öflugu hreyfinámi, þá jafnt í íþróttasal, skólastofu, sundlaug og úti.
• Þekki muninn á gróf-og fínhreyfingum.
• Þekki einfalt þroskapróf, viti hvað felist í hugtökunum hreyfihegðun og hreyfivandi og öðlist innsýn í það hvernig greina megi alvarleg frávik frá eðlilegum líkamsþroska.
• Fái innsýn í áætlanagerð, þ.e. hvernig skipuleggja á hreyfinám út í frá langtímaáætlun, vikuáætlun og tímaáætlun.
• Kynnist sérkennslu í íþróttum þar sem komið er inn á fatlanir, viðhorf, gildi hreyfingar, skipulag og kennslufræði

Námsfyrirkomulag

Áfanginn er bæði bóklegur og verklegur. Bóklegir tímar eru að mestu leiti í fyrirlestrarformi þar sem að tekin eru fyrir efnisatriði eins og þroskaþættir með áherslu á hreyfi-og líkamsþroska hjá börnum á leik-og grunnskólaaldri, áherslur í hreyfinámi og mikilvægi þess, þroskapróf, áætlanagerð og sérkennsla í íþróttum.
Verklegir tímar fara fram í íþróttasal, skólastofu, úti og í sundlaug. Þar eru tekin fyrir efnisatriði eins og skipulagning hreyfinámsstundar, möguleikar á fjölbreyttu hreyfinámi út í frá aðstæðum/umhverfi, notkun hinna ýmsu áhalda og innsýn í hvaða leikir og þjálfun henta fyrir mismunandi aldursskeið.
Nemendur vinna tvö verkefni á önninni. Annað verkefnið er hópavinna og unnið út frá heimsókn í íþróttaskóla fyrir börn á leikskólaaldri. Hitt verkefnið er einstaklingsverkefni. Nemendur taka síðan próf í lok annar.

Námsmat

Námsáætlun