Áfangar og námsáætlanir

ASU104

Áfangalýsing

Áfangi Heiti Nánara áfangaheiti
ASU104 Aðstoð og umönnun

Kennsla

Markmið

Að nemandi
• átti sig á mikilvægi þess að bera virðingu fyrir einstaklingnum og læri að virða trúnað
• fái þjálfun í að skilja og greina þarfir einstaklings og fjölskyldu
• þjálfist í samskiptum og umgengni við fólk á eigin heimili eða stofnun
• læri að þekkja og geta metið sjálfsbjargargetu fólks
• þekki grundvallaratriði umönnunar og sé fær um að aðstoða fólk við athafnir daglegs lífs
• læri um algeng hjúkrunargögn og hjálpartæki
• þekki mikilvægi hollrar næringar og geti aðstoðað fólk við máltíðir
• læri um hreinlæti, smitvarnir og almenna húð- og munnhirðu
• læri að veita blindum, sjónskertum og daufblindum aðstoð og læri að umgangast þau á sínu heimili eða stofnunum
• læri um þarfir heyrnarskertra og heyrnarlausra og geti veitt þeim aðstoð
• þjálfist í að aðstoða fólk við að leita upplýsinga um réttindi sín
• þekki grundvallaratriði í að aðstoða fólk með hreyfihömlun

Námsfyrirkomulag

Fjallað um undirstöðuatriði aðstoðar og umönnunar ásamt hugmyndafræði og grunnatriðum hennar. Lögð er áhersla á heimilismanninn, heimilið og nánasta umhverfi. Farið er í samskipti við umönnun blindra, sjónskertra, heyrnarskertra, heyrnarlausra og daufblindra. Kennt er að meta sjálfsbjargargetu og rætt um stuðning við athafnir daglegs lífs. Farið er yfir einfaldar athuganir og eftirlit og lögð áhersla á mikilvægi þess að koma upplýsingum til skila til réttra aðila.
Fjallað er um sérstöðu vinnuumhverfisins þegar unnið er inn á einkaheimili. Kennsla byggist á fyrirlestrum, ýmsum verkefnum og vettvangsheimsóknum.

Námsmat

Námsáætlun